47 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Hvad er næst? Líkami barnanna þroskast og það er spennandi að verða fullorðinn og ekkert til að óttast. Það er eilífðarverkefni að læra um okkur sjálf. Á þessari síðustu opnu efnisins er komið inn á að einmitt það, líkami okkar og sjálfið mun halda áfram að taka breytingum. Næstu stóru breytingarnar eru líklegast kynþroskinn hjá flestum og þegar spurningar vakna er gott að geta spurt einhvern sem maður treystir. Samantekt Hér er um að ræða samantekt eftir bókina. Í stað hins venjulega sjálfsmats skal biðja nemendur um að líta yfir verkefni sín og bókina og ræða saman um hvað þau hafa verið að læra og hvað þeim fannst áhugaverðast, skemmtilegast, leiðinlegast og skrýtnast. Í lok umræðunnar er hægt að koma inn á það sem kennarinn á opnunni segir, að í gegnum allt lífið er líkami okkar, líðan og hugsanir að taka sífelldum breytingum og ef einhverjar spurningar vakna er ávallt gott að spyrja einhvern fullorðinn sem maður treystir, t.d. einhvern úr trausthringnum sínum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=