Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

45 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Einnig í hinseginleika fánanum: Svartur og brúnn: Fólk af öllum húðgerðum og litarhafti Blár, bleikur og hvítur: Trans samfélagið Blár táknar drengi. Bleikur táknar stúlkur. Hvítur táknar þau sem eru trans eða skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Gulur með fjólubláum hring inni í: Intersex einstaklingur Bls. 151 Verkefni – Hinseginleikinn Nemendur vinna í litlum hópum og útbúa kynningu á ákveðnu hugtaki. Á blaðsíðu 151 eru hugtökin tengd kynhneigð: • Tvíkynhneigð • Samkynhneigð • Gagnkynhneigð • Pankynhneigð • Eikynhneigð Einnig er hægt að útbúa kynningu á hugtökum er tengjast kynvitund og kyntjáningu: • Trans – transgender • Sís – sískynja • Kynsegin Kynningin getur verið á margvíslegu formi, til að mynda á glærum, veggspjaldi, sem myndasýning eða sem viðtal þar sem er spyrjandi og viðmælandi. Bls. 152 Verkefni – Hvað er góð vinátta? Afhendið nemendum verkefnið Hvað er góð vinátta?, sjá bls. 68 og látið nemendur merkja við hvað þeim finnst felast í góðri, fallegri og heilbrigðri vináttu. Fáðu nemendur til að deila með hópnum hvað þau merktu við og af hverju. Áhugaverðir tenglar How friendship affects your brain. Hinsegin frá Ö til A. Hugrakkasti riddarinn frá Samtökunum ´78. Rósalín fer sínar eigin leiðir frá Samtökunum ´78. Meira og fleira Önnur verkefni sem hægt væri að nýta: • Á síðunni Sterkari út í lífið er ýmis verkfæri og æfingar, hér eru ýmis verkefni tengd samkennd sem hægt væri að nýta í kennslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=