Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

44 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 148–155 Sambönd Sama á hvaða tímapunkti við erum í lífinu, þá erum við ávallt hluti af margs kyns samböndum sem eru bæði lík og ólík hvert öðru. Í öllum samböndum viljum við að komið sé fram við okkur af virðingu, sama hvort valdaójafnvægi er til staðar (t.d. milli foreldris og barns eða kennara og barns) eða valdajafnvægi (t.d. milli vina eða í ástarsambandi). Í samböndum okkar spilum við ólík hlutverk og gott er að átta sig á þeim hlutverkum og hvernig við getum stuðlað að eins heilbrigðum samböndum og hægt er. Bls. 149–150 Umræðupunktar • Við erum alltaf hluti af einhverju sambandi, ég og þið erum til dæmis í sambandi – kennara og nemenda samband. Hvaða fleiri samböndum eruð þið hluti af? • Eru öll þessi sambönd eins eða eru þau ólík? o Hvernig? • Samband milli foreldris og barns eða samband milli systkina – hvernig eru þessi sambönd ólík? o Eru einhverjar reglur í þessum samböndum? Bls. 149–150 Verkefni – Samskipti Til að sambönd gangi vel og að hverju og einu okkar líði vel í samböndunum, þá þurfum við að vita hvað eru heilbrigð samskipti og hvernig við eigum slík samskipti. Á verkefnablaðinu Hlutverkaleikur í samskiptum, sjá bls. 66, eru nokkrar klípusögur sem hægt er að nota til að æfa heilbrigð samskipti. Best er að þú sem kennari leikir fyrst aðalhlutverkið, manneskjuna sem er í klípu, og spyrjir svo nemendur hvernig þú stóðst þig. Með þessu skapar þú fordæmi og líklegra að nemendur séu til í að taka þátt. Fáðu nemendur til að gefa endurgjöf eftir hvern hlutverkaleik og gefa öllum leikendum þumalinn upp til viðurkenningar. Einnig má vinna með klípusögur með bekknum sem heild í gegnum umræður og fá nemendur til að skiptast á hugmyndum að lausnum. Bls. 151 Verkefni – Fánar hinseginleikans Fjölfaldaðu verkefnið Fánar hinseginleikans, sjá bls. 67. Áður en nemendur byrja að lita fánana skaltu fara yfir hvað hver litur táknar í fánunum. Bæði í 6 randa fánanum og nýjasta hinseginleika fánanum: Rauður: Líf Appelsínugulur: Lækning Gulur: Sólarljós/nýjar hugmyndir Grænn: Náttúra/gróska Blár: Sátt og samlyndi (friður) Fjólublár: Mannsandinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=