Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

43 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 142–147 Ást Ást er vítt hugtak sem hefur að geyma margvíslegar og missterkar tilfinningar. Að elska sig sjálf, foreldri sitt, gæludýr og vin eða vinkonu eru allt ólíkar tegundir ástar. Kveikja Horfið á eftirfarandi myndband og útskýrið fyrir nemendum hvað börnin eru að segja: 100 börn útskýra hvað ást er (e. 100 Kids Describe Love): Bls. 143–144 Verkefni – Hvað er ást? Fjölfaldið verkefnið Hvað er ást?, sjá bls. 64 í fylgiskjölunum. Gott er að klippa út talblöðrurnar gróflega og láta svo nemendur klippa sjálfa eftir línunum til að þjálfa fínhreyfingar. Nemendur skrifa/teikna inn í blöðrurnar hvað þau upplifa sem ást, hvenær þau upplifa ást eða hvað þeim finnst fela í sér ást. Talblöðrurnar eru síðan límdar á veggspjald með yfirheitinu Hvað er ást? Einnig er tilvalið að útbúa titilstafi (Á – S – T ) og hengja út í glugga og setja talblöðrurnar þar fyrir neðan svo leyfa megi öðrum sem eiga leið fram hjá að lesa, skoða og njóta skilaboða um ástina. Bls. 145–146 Verkefni – Sjálfsást Að elska sig sjálf felst í að koma vel fram við okkur sjálf, hrósa okkur sjálfum og gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Prentaðu út Sjálfsástarbingó, sjá bls. 65, fyrir nemendur. Farðu yfir bingóið og útskýrðu að við ætlum að reyna að hugsa vel um líkama okkar og sýna okkur ást með því að klára bingóspjaldið. Sumt þarf að gera heima svo það er gott að fá foreldra/forsjáraðila með sér í lið (og gott að senda spjaldið í viðhengi í tölvupósti ásamt kynningu á verkefninu). Bls. 147 Verkefni – Það sem ég elska Nemendur útbúa kynningarspjald um sig sjálf eins og mátti sjá hjá sögupersónunum í upphafi bókar (bls. 4–5). Nemendur teikna sjálfsmynd, mynd af heimilinu sínu og skrifa inn á myndina nokkrar upplýsingar um sig. • Ég heiti … • Mér líkar … • Mér líkar ekki … • Aldur • Staðreynd um mig, t.d. hæfileiki eða hvað mig langar að læra • Uppáhaldsmatur • Uppáhaldsdýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=