Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

42 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 134–141 Hrifning Hrifning getur verið tilfinning sem er sterk, ánægjuleg, ruglingsleg, fyndin, undarleg, sorgleg, skemmtileg og allt þar á milli. Allar tilfinningar sem geta sprottið upp eiga rétt á sér og mikilvægt að hafa góða þekkingu á eigin tilfinningum til að skilja hvaða skilaboð líkaminn er að senda okkur. Kveikja Lesið blaðsíður 134–137 með nemendum og horfið svo á stuttmyndina In a Heartbeat. Stuttmyndin fjallar um strák sem verður hrifinn af öðrum strák og þær tilfinningar sem hann upplifir við þá hrifningu. Hrifning getur verið afskaplega flókin tilfinning og hér gefst frábært tækifæri til að bæði skoða og ræða þá tilfinningu. In a Heartbeat – myndband án tals. Ræðið við nemendur eftirfarandi spurningar út frá stuttmyndinni og blaðsíðum 136–137: • Hvernig líður rauðhærða stráknum í upphafi myndarinnar? Af hverju? • Hvað er hjarta hans að segja honum að gera? Af hverju er hann hræddur við að gera eins og hjartað vill? • Hvernig líður dökkhærða stráknum í upphafi? • Hvernig líður rauðhærða stráknum þegar allir eru að horfa á þá báða? En dökkhærða stráknum? • Hvernig líður rauðhærða stráknum þegar hjarta hans brestur? • Hver finnst ykkur vera besti hlutinn af myndinni? • Hvernig leið ykkur á meðan þið horfðuð á myndina? • Hvað getur myndin sagt okkur um það hvernig það er að upplifa hrifningu gagnvart öðrum? • Hvað þýðir það að vera hrifinn af eða skotinn í öðrum? Bls. 136–139 Umræðupunktar Eftir að hafa lesið saman blaðsíður 136–139 er mikilvægt að spjalla um eftirfarandi: • Stundum endist hrifning í langan tíma og stundum stuttan og stundum þróast hún yfir í ást sem er öðruvísi tilfinning. Þá minnka kannski fiðrildin í maganum og spennan fyrir hinni manneskjunni en ykkur þykir enn vænna um hvort annað, þá er oft talað um að fólk sé ástfangið. • Skoðið myndirnar á blaðsíðunni, hvernig líður fólkinu? o Líður því eins og stráknum í stuttmyndinni sem við horfðum á? Í kjölfarið er gott að skoða myndirnar vel og lesa næstu tvær blaðsíður áður en umræðan er tekin á blaðsíðu 141. Áhugaverðir tenglar Myndband þar sem börn, á svipuðum aldri og nemendur, bregðast við myndbandinu In a heartbeat. Tilvalið er að nýta spurningar spyrilsins með nemendum í upphafi kennslustundar (í kveikjunni) Myndband þar sem eldra fólk bregst við myndbandinu In a heartbeat.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=