Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

41 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 eftir því sem við verðum eldri. Sambönd, líkt og vinátta, geta verið margvísleg, til að mynda getur barn séð gæludýrið sitt, systkini, frændfólk, skólafélaga eða foreldri sem vin. Samskipti eru bæði yrt og óyrt boð sem einstaklingar senda á milli sín. Yrt boð eru töluð eða skrifuð orð á meðan óyrt boð geta verið í raddblænum, augnaráði, svipbrigðum, líkamstjáningu, hreyfingu, snertingu og í raun öllu því sem fellur ekki undir talað eða ritað orð. Grunnurinn í góðri samskiptahæfni byggir á því að geta sett sig í spor annarra, séð málin frá mismunandi sjónarhornum, virkri hlustun, að halda ró sinni og getunni að komast að sameiginlegri niðurstöðu, þó svo að niðurstaðan sé sú að vera sammála um að vera ósammála. Kynhneigð (e. sexual orientation) er hugtak sem segir til um hvort og þá hvaða kyni/kynjum fólk laðast að, verður hrifið af eða ástfangið af. Kynhneigð getur tekið breytingum með tímanum og er mjög einstaklingsbundin. Tvíkynhneigð (e. bisexuality) er kynhneigð þar sem fólk laðast að fólki af fleiri en einu kyni, það getur laðast að bæði körlum og konum eða kynsegin fólki. Tvíkynhneigt fólk þarf ekki endilega að laðast jafn mikið að þeim kynjum sem það laðast að. Samkynhneigð (e. homosexuality) er kynhneigð þar sem fólk laðast að sama kyni og þau sjálf eru, samkynhneigður karl er hommi og samkynhneigð kona er lesbía. Gagnkynhneigð (e. heterosexuality) er kynhneigð þar sem sagt er að fólk laðist að gagnstæðu kyni, þ.e. karl laðast að konu og öfugt. Hafið í huga hér, að þetta hugtak er hlaðið kynjatvíhyggju þar sem gert er ráð fyrir að kynin séu einungis tvö og þau séu gagnstæð hvort öðru. Pankynhneigð (e. pansexuality) er kynhneigð þar sem fólk laðast að öllum kynjum. Pankynhneigð er einnig stundum nefnd sem persónuhrifning með þeirri skilgreiningu að fólk hrífst að persónuleika fólks óháð kyni en þar sem ekki allir pankynhneigðir einstaklingar tengja við þá skilgreiningu er best að tala bara um pankynhneigð. Pankynhneigt fólk getur hrifist mismikið af tilteknu kyni eða kynjum. Eikynhneigð (e. asexuality/ace) er kynhneigð þar sem fólk laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur einhverja kynlöngun og stundar sjálfsfróun með sjálfum sér en hefur ekki löngun til að vera með öðrum kynferðislegan hátt, á meðan aðrir finna enga kynlöngun og stunda ekki kynlíf með sjálfum sér eða öðrum. Eikynhneigt fólk getur líka haft áhuga á því að vera í rómantísku sambandi, ókynferðislegri nánd líkt og knús eða haldast í hendur, enda er rómantík og kynferðisleg löngun tvennt ólíkt. Eikynhneigð, líkt og aðrar kynhneigðir, er einstaklingsbundin og getur verið ólík á milli tveggja eikynhneigðra einstaklinga. Sís/sískynja (e. cis/cisgender) er fólk sem upplifir sig sem það kyn sem því var úthlutað við fæðingu. Kynvitund sískynja einstaklinga samræmist líffræðilegu kyni þess einstaklings. Trans (e. trans/transgender) er fólk sem upplifir sig ekki sem það kyn sem því var úthlutað við fæðingu og getur upplifað sig sem karl, konu eða hvorugt. Kynsegin (e. non-binary/gender queer) er fólk sem skilgreinir kyn sitt utan við kynjatvíhyggjuna, það er sem sagt hvorki karlkyns né kvenkyns. Hugtakið sjálft er ákveðið regnhlífarhugtak og nær því yfir önnur hugtök sem ná yfir ýmsar ólíkar kynvitundir og kyngervi (t.d. eigervu (e.agender), algervu (e. pangender) og flæðigervu (e. genderfluid). Stálp er orð sem er notað um kynsegin barn (í stað stelpa eða strákur) og kvár er orðið sem er notað um þá fullorðnu. Mælt er með ... Bækur sem fjalla um hinseginleikann og henta yngri nemendum eru eins og bækurnar Morgunverkin og Háttatími. Sú fyrri segir frá morgni ungs drengs með tveimur mömmum sínum og sú seinni fjallar um háttatíma ungrar stúlku með pöbbunum sínum tveimur. Bækurnar eru eftir Lawrence Schimel og myndskreyttar af Elina Braslina. Einnig er bókin Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn eftir þær Ingileif Friðriks- dóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur hentug fyrir sama aldur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=