40 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 HRIFNING, ÁST OG SAMBÖND Hluti af því að þroskast er að finna fyrir hrifningu og ást og það er eðlileg tilfinning og má tala um við aðra en líka hafa fyrir sig. Það er líka í lagi að elska sig sjálf og hugsa vel um sig til að líða vel. Sambönd geta verið margskonar: fjölskyldusambönd, vináttusambönd eða ástarsambönd (sís, hinsegin og alla vega). Fróðleikur Kennsla í heilbrigðum samskiptum er einkar mikilvæg til að eiga í heilbrigðum samböndum á lífsleiðinni. Í kringum 10 ára aldur byrja börn að uppgötva eigin kynhneigð og mikilvægt að koma því áleiðis að gagnkynhneigð er ekki eðlileg/venjuleg kynhneigð heldur er gagnkynhneigð algengasta kynhneigðin. Samkynhneigð, tvíkynhneigð, pan- og eikynhneigð eru alveg jafn eðlilegar/venjulegar kynhneigðir og gagnkynhneigð. Í allri kennslu um kynhneigðir og kynvitund er mikilvægt að koma þeim skilaboðum áleiðis að sama hver maður er og hvað maður upplifir, þá er það eðlilegt. Í gegnum lífið myndum við margs konar sambönd: vinasambönd, fjölskyldusambönd, ástarsambönd, viðskiptasambönd, vinnusambönd o.s.frv. Við erum ávallt í samskiptum við aðra einstaklinga og leggja þau samskipti grunninn að því sambandi sem myndast. Við fæðumst inn í fjölskyldusamband, t.d. foreldri og barn eða barn og systkini, og þessi fyrstu sambönd gefa okkur ákveðna mynd af því hvernig samskipti innan sambanda fara fram. Vinasambönd fara síðan að myndast og mótast og við rekum okkur á ýmsa erfileika í þeim samskiptum; við verðum stundum ósammála, viljum ólíka hluti, þurfum að finna málamiðlun og í sumum tilfellum geta orðið vinslit. Þegar þú ert að lesa þetta, kæri kennari, átt þú í sambandi við nemendur þína. Það er hins vegar ákveðið valdaójafnvægi í því sambandi, líkt og milli foreldris og barns, en um leið hefur þú tækifæri til að hjálpa nemendum við að þróa og styrkja samskiptahæfni sína. Samband milli kennara og nemenda ætti að einkennast af trausti, virðingu, skilningi og umhyggju. Þú ert mikilvæg fyrirmynd í þessu samhengi og í þessum hluta er tilvalið að þróa og þroska þetta samband enn frekar, kynnast enn frekar innan bekkjarins og ræða hvað það er að vera góður vinur/vinkona. Hugtök Hrifning er tilfinning sem getur verið margvísleg og missterk. Hrifning getur lýst áhuga, löngun og tilfinningum sem geta verið rómantískar, líkamlegar, kynferðislegar eða jafnvel fagurfræðilegar. Hrifning getur verið löngun til að vera nálægt einhverjum eða vera með einhverjum. Þegar við upplifum mikla hrifningu getum við gleymt stund eða stað, upplifað kvíða eða spennu, getum ekki hætt að hugsa um það og jafnvel fengið gæsahúð. Að upplifa hrifningu getur verið margbrotin tilfinning og því getur það verið breytileg upplifun milli fólks. Ást er tilfinning sem felur í sér mikinn kærleik gagnvart annarri manneskju eða jafnvel dýri eða öðru fyrirbæri. Þetta er tilfinning sem ýtir undir nánd og ákveðna skuldbindingu. Ást getur verið margs konar og getur verið breytileg eftir því sambandi sem er á milli einstaklinganna. Sambönd fela í sér tengsl tveggja einstaklinga eða hópa. Sambönd geta verið margvísleg, til dæmis samband milli nemanda og kennara eða samband milli foreldris og barns. Í kaflanum hér er ef til vill helst átt við vináttusambönd og rómantísk sambönd. Vináttusambönd geta verið misnáin en rómantísk sambönd fela yfirleitt í sér mikla nánd. Heilbrigð sambönd, sama hvers eðlis þau sambönd eru, fela í sér heilbrigð samskipti, traust og gagnkvæma virðingu. Vinátta er ein tegund sambanda og á sér stað milli einstaklinga. Vinátta býr yfir væntumþykju og samkennd. Vinátta getur breyst, endað og ný vinátta myndast, allt af því að við breytumst og þroskumst Bls. 132–155
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=