Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

39 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Nemendur líta því næst í spegil og skoða hvað það er sem gerir þau sérstök og einstök. Hvetjið þau til að hugsa um eigin hæfileika, kosti sína og þau jákvæðu áhrif sem þau hafa á aðra í kringum sig. Nemendur setja síðan á blaðið sitt hvað þau voru að hugsa, hvað þau sáu eða upplifðu. Hér má aftur nota orð, eigin teikningar eða myndir úr dagblöðum/tímaritum. Í lokin setjast nemendur í hring með blöðin sín og kennari útskýrir að nú sé ætlunin að fara hróshring, þar sem við hrósum þeim sem situr við hliðina á okkur. Taktu af skarið og hrósaðu barninu við hliðina á þér, t.d. með „Ég dáist að góðmennsku þinni og hvernig þú hjálpar öðrum“. Ef eitthvert af börnunum á erfitt með að finna hrós, spurðu hvort það vilji aðstoð og ef aðstoðin er samþykkt fáðu þá samnemendur til að aðstoða og koma með hugmyndir. Bls. 131 Umræðupunktar Ræðið spurningarnar þrjár við nemendur. Hægt að fara í hugarflug og ræða hvaða önnur orð hægt er að nota, t.d. ef að mér: • finnst manneskja aðlaðandi (s.s. falleg, töff ...) • líkar hvernig manneskja klæðir sig (s.s. flott föt, þú lítur vel út ...) • finnst flott hvernig manneskja ber sig s.s. í íþróttum, í að aðstoða aðra • finnst flott hvernig manneskja tjáir sig Samantekt Í lok þessa kafla ættu nemendur að: • geta sagt frá því hvernig sum orð geta verið hjálpleg og sum meiðandi. • geta nefnt a.m.k. 3 styrkleika um sig sjálf. Hægt er að láta nemendur fylla út sjálfsmat 5 á bls. 73, þar sem þau krossa yfir þann broskarl sem þeim finnst passa best við staðhæfinguna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=