Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

38 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 TÖLUM UM KYNLÍF Það á að vera eðlilegt að tala um kynlíf eins og annað en sumum finnst það ekki. Þá þarf að huga að orðanotkun en ljót og falleg orð um líkama og kynlíf eru til. Fróðleikur Í öllum aðstæðum má finna meiðandi og hjálpleg orð, góð eða ljót og allt þar á milli. Mismunandi er hvort einstaklingar upplifa ákveðið orð sem gott eða ljótt. Ef til vill er betra að hugsa um orð sem hjálpleg eða meiðandi, líkt og bent er á í bókinni. Að nota hjálpleg orð í samskiptum við aðra og sig sjálf getur skapað vellíðan og styrkt sambandið við aðra og okkur sjálf. Mælt er með ... Áður en vinna hefst væri kjörið að hlusta eftir alls kyns orðum sem nýtt eru innan bekkjarins, bæði meiðandi og hjálpleg orð, og nýta það sem inngang inn í komandi kafla með því að segja frá hvaða orð þú hefur heyrt síðustu daga innan bekkjarins. Þau orð geta síðan nýst í umræðurnar á bls. 120–121. Bls. 118–125 Góð orð, ljót orð, kynlífsorð Sama orðið getur bæði verið gott eða ljótt, hjálplegt eða meiðandi. Hér eru börnin vakin til umhugsunar um beitingu slíkra orða. Bls. 120-121 Umræðupunktar Lesið saman blaðsíðurnar og ræðið eftirfarandi í sameiningu: • Hvað eru hjálpleg orð? Getið þið komið með dæmi? • Hvernig líður okkur þegar við heyrum hjálpleg orð? • Hvað gætu þá verið meiðandi orð og hvernig líður okkur þá? Það er um að gera að safna saman hjálplegu orðunum og hafa þau sýnileg í stofunni. Þannig væri hægt að hvetja nemendur til að nota hjálpleg orð og möguleiki væri á að taka umræðu í lok vikunnar um hvaða hjálplegu orð voru notuð í vikunni, hvernig okkur leið og hvaða orð við viljum prófa að nota í næstu viku. Bls. 126–131 Hvað er sexí eða æsandi? Hugtökin sexí og æsandi geta tekið á sig margvíslegar myndir. Hér í kaflanum er helst unnið með hrós og að líða vel með sig sjálf. Bls. 129 Verkefni – Að líða vel með sig sjálf Nauðsynleg gögn: Blað, blýantar og/eða litir, dagblöð og tímarit, skæri og lím. Verkefninu er ætlað að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust nemenda. Áður en hafist er handa við verkefnið sjálft er gott að ræða um mikilvægi þess að líða vel með sig sjálf. Hver nemandi fær eitt blað og á að búa til klippimynd af jákvæðum hlutum við sig, styrkleika sína og afrek. Það má nota orð, eigin teikningar eða myndir úr dagblöðum/tímaritum. Gefið um 15 mínútur fyrir þetta. Bls. 116–131

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=