Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

36 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 • Hverjum hérna finnst gott að strjúka í gegnum hárið sitt? • Hverjum hérna finnst gott að toga í eyrað sitt? • Hvaða fleiri snertingar dettur ykkur í hug sem ykkur finnst gott að gera við ykkur sjálf? • Ef við snertum okkur sjálf, og okkur finnst það góð snerting, þá er sú snerting alltaf í lagi. Sumar snertingar gerum við samt í einrúmi, eins og sjálfsfróun. Bls. 110–115 Leyndarmál Hér er fjallað um góð og slæm leyndarmál. Sum leyndarmál eru góð, eins og t.d. að koma einhverjum á óvart eða þegar maður ætlar að gefa einhverjum gjöf, og slík leyndarmál láta manni líða vel, maður finnur fyrir tilhlökkun og gleði. Sum leyndarmál eru slæm, þau valda okkur vanlíðan, við gætum einnig fundið fyrir hræðslu og kvíða. Þannig leyndarmálum er best að segja frá og best að segja einhverjum fullorðnum. Gættu þess sem kennari að segja ekki „þú átt að segja frá“ því það getur alið á vanlíðan og sektarkennd hjá barninu yfir því að gera ekki eins og það „ætti“ að gera og mögulega ýtt því fjær því að segja frá. Kveikja Horfið saman á fyrstu teiknimyndina í þáttaröðinni Líkaminn minn tilheyrir mér sem má finna hér. Tengið það við það sem við erum nú þegar búin að læra um snertingar og fara yfir í að stundum getur snerting orðið slæm og þá er mikilvægt að segja einhverjum fullorðnum sem við treystum frá því. Ef þú vilt horfa á alla þáttaröðina og skoða kennsluleiðbeiningar með efninu, þá má finna það á Barnaheill eða inni á StoppOfbeldi hjá Menntamálastofnun. Bls. 112–113 Verkefni – Hverjum treysti ég fyrir slæmum leyndarmálum? Ef trausthringurinn var ekki unninn í kaflanum um Næði og einkamál á bls. 22 hér að framan þá er tilvalið að vinna hann núna. Ef trausthringurinn er þegar unninn, takið hann aftur upp núna og skoðið með nemendum hvaða hring við gætum notað til að segja frá slæmum leyndarmálum, þeim sem valda okkur vanlíðan. Í þessu felst það mikilvægi að ef barnið er búið að ákveða hverjum það myndi vilja segja frá því þá reynist ákvörðunin, ef til hennar kemur, auðveldari. Bls. 114 Verkefni – Góð og slæm leyndarmál Áður en byrjað er á verkefninu, takið umræðu með nemendum þar sem þau koma með dæmi um góð og slæm leyndarmál. Skrifið svör þeirra upp. Afhendið nemendum A4 blað og fáið þau til að brjóta blaðið í helming svo það líti út eins og bók. Framan á bókina skrifa þau Leyndarmál. Öðrum megin, innan í bókinni, teikna nemendur eitt af þeim góðu leyndarmálum sem voru nefnd og hinum megin teikna þau slæmt leyndarmál sem var nefnt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=