Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

35 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 99–101 Verkefni – Hvað finnst líkama mínum? Nemendur fá verkefnablaðið Hvað finnst líkama mínum? sjá bls. 62. Hægt er að velja um tvær útgáfur af verkefnablaðinu og upplagt að láta börnin velja sjálf hvort blaðið þau kjósa. Á blaðinu sést framan og aftan á manneskju. Nemendur merkja með hjarta þar sem þeim finnst gott að láta snerta sig en setja fýlukarl þar sem þeim finnst óþægilegt að láta snerta sig eða vilja alls ekki fá snertingu. Bls. 102–105 Að snerta annað fólk Hér er lögð áhersla á að hvert og eitt okkar hefur rétt á að neita því að veita snertingu. Kaflinn tengist náið fyrri kafla og því er um að gera að tengja efnið saman. Bls. 102 Umræðupunktar Lesið myndasöguna með nemendum og ræðið út frá henni eftirfarandi punkta: • Hvaða leiðir getum við notað til að sýna virðingu og væntumþykju með snertingu? o En án snertingar? • Hvernig líður Ómari? o Hvað hefði hann getað sagt eða gert við frænku/frænkur sínar ef hann vill ekki snertingu? • Hafið þið lent í svipuðum aðstæðum og Ómar? Í kjölfarið á þessum umræðum, lesið bls. 103–104 og takið umræðupunktana sem settir eru fram á bls. 105. Áhugaverðir tenglar Á YouTube er lesin bókin Body boundaries make me stronger á ensku, mögulegt er að setja á pásu á blaðsíðunum og þýða beint af skjánum yfir á íslensku. Þetta er góð bók sem fer yfir góðar, óþægilegar, nauðsynlegar eða vondar snertingar, hvernig við eigum að huga að eigin öryggi og að líkami okkar er okkar einkastaður og við megum ávallt segja nei. Í lokin er nefnt Safety team og má þá nefna trausthringinn sem er í kennsluleiðbeiningunum hér að framan, bls. 22. Inni á vefnum Stopp ofbeldi er ýmislegt efni sem hægt er að nýta. Bls. 106–109 Að snerta sig sjálf Sjálfsfróun ungra barna og upp að um 10/11 ára hefur enga kynferðislega merkingu, þetta er bara snerting sem þeim finnst góð. Því þarf að gæta þess að setja engan kynferðislegan stimpil á sjálfsfróun við þennan aldurshóp. Má alveg segja að eftir því sem við eldumst höfum við kannski meiri þörf og löngun til að snerta okkur sjálf, það gerist bara með kynþroskanum eins og aðrar líkamlegar og andlegar breytingar. Bls. 107–108 Umræðupunktar Lesið blaðsíðurnar og takið eftirfarandi umræðu, ásamt umræðupunktunum á bls. 109: • Hverjum hérna finnst gott að knúsa sig? (leikið sjálf eftir hvað felst í því) • Hverjum hérna finnst gott að kitla sig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=