Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

34 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 97 Umræðupunktar Takið umræðuna sem sett er fram á blaðsíðunni með nemendum. Hægt er að taka umræðuna lengra með spurningum hér að neðan. Endilega fáðu nemendur til að rétta upp hönd við hverja spurningu og leyfið umræðu að eiga sér stað vilji þau tjá sig. Upplagt er að spyrja þau sem svara játandi, hvort það skipti máli hvaða einstaklingur snerti þau (t.d. foreldri, systkini, amma/afi og svo framvegis). • Hverjum finnst gott að láta greiða á sér hárið? • Hverjum finnst gott að láta strjúka á sér bakið? En klóra? • Hverjum finnst gott að láta kitla sig? • Hverjum finnst gott að láta strjúka eyrað? • Hverjum finnst gott að fá knús? • Hverjum finnst gott að fá koss á ennið? Bls. 98–101 Snerting Í þessum kafla er horft út frá því að vera snert en ekki snerta aðra. Okkur finnst margvíslegar snertingar góðar og mikilvægt að hlusta á líkama okkar þegar hann segir okkur að einhver snerting sé meiðandi, óþægileg eða vond. Kveikja Kórónukórinn samdi lagið Knús er allt sem þarf í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hér er einnig tilvalið að nýta lagið en út frá öðrum aðstæðum. Í laginu segir að knús sé allt sem þarf en það megi ekki. Þetta átti vel við í kórónuveirufaraldnum en hér á það einnig við. Stundum þurfum við knús, langar í knús og líður vel eftir knús en stundum viljum við þau ekki og það má ekki fara yfir þau mörk sem við setjum. Knús er allt sem þarf. Eftir að hafa horft á myndbandið, ræðið við nemendur hvernig þeim líður þegar þau fá knús sem þau vilja fá og einnig hvernig þeim líður ef þau eru knúsuð þegar þau vilja það ekki. Bls. 99–101 Umræðupunktar Lesið blaðsíðurnar með nemendum og skoðið myndirnar með þeim. Ræðið hvernig einstaklingunum líður á myndunum. Finnst þeim snertingin góð eða meiðandi? Stundum þarf að snerta einstaklinga (t.d. læknar) og þær snertingar geta meitt en þá er samt gott að láta vita af því. Í kjölfar þess að lesa blaðsíðurnar er hægt að taka eftirfarandi umræðupunkta: • Hvaða snerting finnst ykkur góð? o Knús – strjúka bak – strjúka yfir maga – strjúka ilina – klóra bakið – strjúka hárið – greiða hárið – klóra höfuðið – halda í höndina ... • Hvaða snerting finnst ykkur ekki góð? o Stundum eru ákveðnir líkamspartar sem okkur finnst ekki gott að láta snerta, sumum finnst til dæmis vont að láta snerta hnén og öðrum finnst óþægilegt þegar einhver snertir iljarnar. o Klípa – lemja – klóra bakið – strjúka iljarnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=