Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

32 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 SNERTING Fróðleikur Mikilvægt er að fræða nemendur um mismunandi gerðir snertinga af nokkrum ástæðum. Með því að kenna nemendum um snertingar hjálpum við þeim að þróa með sjálfum sér skilning á persónulegum mörkum, bæði líkamlegum og andlegum. Þau læra inn á sinn eigin þægindaramma, hvað er mikilvægt fyrir þeirra eigin alhliða heilbrigði og hvað þau vilja og vilja ekki. Að hjálpa nemendum að skilja hvað mörk eru og hvernig við setjum þau valdeflir þau í að setja mörk um eigið sjálf og líkama sinn og standa vörð um þau mörk. Þessi valdefling getur hjálpað þeim að þróa með sér þrautseigju, ákveðni og getuna til að taka ákvarðanir fyrir sig sjálf. Við 8–12 ára aldur vaknar þörf fyrir aukið næði, forvitni um líkamann kviknar og hrifning fer að gera vart við sig. Börn geta byrjað að stunda sjálfsfróun í einrúmi og er það eðlileg hegðun barns á þeim aldri því þau eru orðin forvitin um eigin líkama og byrja því að kanna hann á eigin forsendum. Hafðu í huga að börn á yngsta stigi og upp á miðstig tengja sjálfsfróun ekki við neitt kynferðislegt enda er það ekki raunheimur þeirra. Fullorðnum (þá yfirleitt foreldrum) sem verða vitni að slíkri hegðun finnst það oft óþægilegt þar sem raunheimur fullorðinna er annar en barna og því leggja þeir aðra túlkun í athöfnina. Hugtök Sjálfsfróun á sér stað þegar einstaklingur snertir eða nuddar eigin kynfæri til eigin ánægju eða fullnægingar. Ung börn geta stundað sjálfsfróun af því þau finna að það er gott en hafa á sama tíma engan skilning á því hvað er kynferðisleg hegðun. Sjálfsfróun getur verið þáttur í að kynnast eigin líkama, eigin kynfærum og hvað einstaklingnum finnst gott. Kynferðislegt ofbeldi getur tekið á sig margvíslegar myndir. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, samkvæmt skilgreininga- og flokkunarkerfi Barnaverndar, eru: • Kynferðislegur talsmáti. • Þukl á líkama, hvort sem það er utan klæða eða innan klæða (ekki kynfæri). • Kynferðislegar ljósmyndir eða myndbönd, sýnd eða tekin. • Kossar á andlit eða tilraunir til þeirra (ekki á munn). • Kossar á munn eða tilraunir til þeirra. • Sýnihegðun (gerandi fækkar klæðum). • Sjálfsfróun að barni aðsjáandi. • Gægjuhneigð (klæðum fækkað á barni). • Þukl á kynfærum barns, hvort sem er utan eða innan klæða. • Myndefni af barni fer í dreifingu. • Barn látið snerta kynfæri geranda, hvort sem utan eða innan klæða. • Barni fróað. • Barn látið fróa geranda. • Barn þvingað til að taka upp og/eða senda myndefni af kynferðislegum toga. • Tilraun til innþrengingar í munn, leggöng eða endaþarm með fingri, hlutum eða getnaðarlim. • Innþrenging í munn, leggöng eða endaþarm með fingri, hlutum eða getnaðarlim. • Munnmök við barn. Bls. 90–115

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=