31 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 88–89 Umræðupunktar • Hver ákveður hvað er fyrir stelpur og hvað er fyrir stráka? (mamma/pabbi/systkini/dótaframleiðendur/fataframleiður o.fl.) • Hefur einhver sagt við ykkur að þið getið ekki gert eitthvað af því þið eruð t.d. stelpa eða strákur? • Hvaða tómstundir sjáið þið á opnunni sem ykkur finnst skemmtilegt að taka þátt í? • Hvaða tómstundir stundið þið? Bls. 88–89 Verkefni – Tómstundaiðkun í bekknum okkar Nemendur skoða síður íþróttafélaga/frístundamiðstöðva og hvaða tómstundir eru í nærsamfélaginu. Út frá því útbúa þau skoðanakönnun og spyrja hvort annað (einnig hægt að spyrja aðra bekki) hvaða tómstundir þau stunda. Nemendur útbúa síðan súlurit yfir niðurstöður sínar. Hægt er að samþætta við stærðfræði og vinna með viðeigandi hugtök úr tölfræði. Einfaldari útgáfa væri að útbúa sem hópur sameiginlegt súlurit á töfluna, kennari spyr þá hvert og eitt og setur kross, hjarta eða annað tákn inn í viðeigandi súlu. Hægt væri síðan í kjölfarið að spyrja hvern nemanda hvort það vanti einhverjar tómstundir á töfluna, einhverjar sem eru kannski ekki stundaðar innan bekksins. Áhugaverðir tenglar Kids meet a Drag Queen Meira og fleira Önnur verkefni sem hægt væri að nýta: • Taka fylgiskjalið Margvísleg gildi bls. 60, klippa niður gildin og fara í annað hvort Alias útgáfu (útskýra orðið án þess að segja orðið sjálft) eða Actionary útgáfu (leika eftir orðið og samnemendur giska). • Fyrir yngsta stig: Halló heimur 1 er með verkefni sem snýr að því að þekkja sjálfan sig. • Fyrir miðstig: Ertu? Verkefnabók í lífsleikni á vef Menntamálastofnunar er með verkefni tengt gildum sem hægt væri að taka: • Verkefni frá Sterkari út í lífið sem nefnist Gildi. Samantekt Í lok þessa kafla ættu nemendur að: • átta sig á að það kyn sem okkur er úthlutað við fæðingu segir ekki til um hver við erum. • skilja að líkamar okkar eru að nær öllu leyti eins, að undanskildum kynfærum. • geta greint frá því að gildin okkar segja meira til um hver við erum en kynið okkar. • geta rætt við samnemendur um hvernig samfélagið mótar kynlegar hugmyndir einstaklinga og hvað sumir telja „stelpulegt“ og „strákalegt“. Hægt er að láta nemendur fylla út sjálfsmat 3 af bls. 71, þar sem þau krossa yfir þann broskarl sem þeim finnst passa best við staðhæfinguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=