Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

30 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 81 Verkefni – Klippimynd og gildin okkar Efni og áhöld: Tímarit, dagblöð, skæri, blöð og lím. Nemendur útbúa klippimynd þar sem þau klippa út myndir og/eða orð sem þeim finnst sýna gildi eins og heiðarleika, hugrekki, sanngirni og góðmennsku. Ræðið því næst saman og biðjið nemendur að segja frá sínum klippimyndum. Hvetjið þau til að segja frá því af hverju þau völdu þessar ákveðnu myndir eða orð til að lýsa gildunum. Til kennara: Í umræðunum skaltu reyna að koma því áleiðis að gildin okkar hafa ekkert með kyn okkar að gera og þess vegna segir kyn ekkert til um það hvað við erum og hvað við stöndum fyrir. Bls. 83–87 Umræðupunktar Eftir að hafa lesið saman blaðsíðurnar má taka eftirfarandi umræðupunkta með nemendum. Hafið í huga að hugtökin stelpa og strákur bera þá þýðingu sem samfélagið hefur stimplað þau sem og mögulega tengja nemendur ekki við hugtökin eingöngu út frá þessum samfélagslegu stimplum. Mörg eru ósammála um hvað felst í því að vera strákur eða stelpa. • Af hverju eru orðin stelpa og strákur mikilvæg fyrir fólk? Eru þau mikilvæg fyrir ykkur? • Hefur ykkur einhvern tímann fundist eins og orðin passi ekki fyrir ykkur? Hvenær? • Þekkið þið einhvern sem finnst orðin ekki passa við sig? • Hvernig gæti manni fundist bæði orðin passa við sig? • Ef við hugsum um klippimyndina okkar og gildin okkar, hvort segir meira til um hver við erum, gildin eða hugtökin stelpa eða strákur? • Skiptir miklu máli að við notum hugtökin stelpa og strákur? Áhugaverðir tenglar Hinsegin frá Ö til A: Bls. 88–89 Hvað okkur líkar og hvað við gerum Eftir síðasta kafla ætti að vera ljóst að hver við erum, hvað skiptir okkur máli og hvernig við viljum koma fram við aðra kemur kyni okkar ekkert við. Þessi kafli er einungis ein opna en kemur einstaklega mikilvægum skilaboðum áleiðis: Hvað okkur líkar og hvað við gerum hefur ekkert með kyn okkar að gera. Kveikja Horfið saman á My shadow is pink og fáið nemendur til að velta fyrir sér og ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Af hverju haldið þið að strákurinn hafi verið hræddur að vera eins og skugginn sinn? • Hvernig myndi ykkur líða ef skugginn ykkar væri ekki eins og öðrum fyndist hann ætti að vera? • Þegar pabbinn kom inn í herbergið hjá stráknum, líka í pilsi, hvernig leið stráknum? o Af hverju ætli pabbinn hafi klætt sig þannig? Við gátum ekki séð á stráknum sjálfum hvernig honum leið en skugginn hans sýndi okkur það. Endilega fáið nemendur til að teikna mynd af „skugganum“ sínum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=