Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

29 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 80–87 Það sem við köllum okkur sjálf Í kaflanum er verið að vekja athygli á því að stundum passa ekki orðin stelpa eða strákur við okkur og við viljum kalla okkur andstæðu orði eða jafnvel einhverju öðru. Hér í kennsluleiðbeiningunum er sett ákveðin áhersla á gildi, því þau segja meira til um hver við erum og viljum vera en kynið sem okkur er úthlutað. Líkt og fram kemur í bókinni: „Hluti af því að vera barn er að læra hvað þér líkar, hvað þér líkar ekki og hver þú ert. Það er líka hluti af því að vera fullorðin“ (bls. 85). Hvað segir meira um hver við erum en gildin sem okkur finnst mikilvæg og við viljum lifa eftir? Kveikja Horfið á eftirfarandi myndband af YouTube sem fjallar um gildi. Hægt er að horfa á það á ensku og stoppa inn á milli til að þýða, einnig er hægt að taka hljóðið af og tala yfir myndbandið. Myndbandið What are Values. Hér er þýðing á myndbandinu: Ímyndið ykkur að gildi séu eins og blóm sem vilja vera tínd á hverjum degi. Gildi eru eins og þinn innri áttaviti … þau eru það sem skiptir þig máli innst í hjartanu. • Manneskjan sem þú vilt vera. • Hvernig þú vilt koma fram við þig. • Hvernig þú vilt koma fram við aðra. • Hlutirnir sem þú hefur áhuga á og skipta þig máli. Það eru engin rétt eða röng gildi, alveg eins og það eru engin rétt eða röng blóm. Gildi eru það sem skiptir þig máli, svo reyndu að velja nokkur gildi og nota þau í gegnum daginn. Í fylgiskjölum bls. 60 er listinn Margvísleg gildi. Hægt er að nýta þau gildi til að ræða um kveikjuna, mismunandi gildi og tengja þannig beint inn í umræðupunktana sem fylgja blaðsíðu 81 í bókinni. Bls. 81 Umræðupunktar Í þessum umræðum viljum við efla vitund nemenda um gildi og hvað þau fela í sér. Skrifaðu á miðja töfluna „Gildi“. Þetta er mikilvægt skref fyrir komandi tvö verkefni. Hafðu í huga að gefa nemendum gott rými til að deila sínum hugsunum og skoðunum. • Hafið þið heyrt orðið gildi áður? Í næstu spurningum skaltu draga svör nemenda saman í hugtak sem lýsir gildum (t.d. „góður vinur lýgur ekki“ væri þá heiðarleiki og „góður vinur huggar mann“ væri þá umhyggja). Hér á eftir skaltu skrifa gildin á töfluna í kringum hugtakið sjálft. • Hvað er góður vinur? • Hvað eruð þið ánægð með í eigin fari? Gæti til dæmis verið: heiðarleiki, góðmennska, virðing, hugrekki, hugulsemi, jafnrétti, ábyrgð, umburðarlyndi og umhyggja. Ræðið við nemendur um að þetta séu allt gildi og segja hvernig manneskja við erum. • Dettur ykkur einhver fleiri gildi í hug? Skoðaðu nú gildin sem eru komin á töfluna með nemendum og fáðu þau til að segja frá hvað þeim finnst felast í hverju gildi fyrir sig, hvernig þau hafa upplifað þau hingað til og af hverju þau gætu skipt máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=