Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

27 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 STRÁKAR, STELPUR OG VId ÖLL Hinseginfræðslan kemur hér við sögu með þau skilaboð að við megum öll vera eins og við erum. Hvernig við fæðumst segir ekki endilega til um hver við erum, því útlitið segir ekki allt. Okkur líður stundum öðruvísi innra með okkur en líkaminn segir. Fróðleikur Kyngervi, þ.e. hvað felst í því að vera það kyn sem okkur er úthlutað, er mótað af samfélaginu. Þegar kynvitund stangast á við kyngervið og/eða kynið, þá getur einstaklingur upplifað mikla togstreitu. Af þeim sökum er mikilvægt að átta sig á að kyn okkar skilgreinir ekki hver við erum og að sama skapi þurfum við ekki að lúta kyngervinu. Við höfum öll rétt á að vera það sem við viljum vera. Hér á eftir er unnið mikið út frá gildum, því þau segja meira til um hver við erum, hvað okkur líkar og hvað við viljum, heldur en kyn okkar og kyngervi. Hugtök Gildi (e. values) eru eins og okkar innri áttaviti. Þetta eru orð/hugtök sem segja til um hvernig manneskjur við viljum vera, hvað skiptir okkur máli og hvernig við viljum koma fram við aðra (manneskjur, dýr eða jafnvel umhverfi). Gildi eru mismunandi milli einstaklinga og geta tekið breytingum í gegnum lífið. Kyn (e. sex) er okkar líffræðilega kyn. Í daglegu tali á Íslandi er hugtakið kyn notað jafnt yfir líffræðilegt kyn, kynvitund okkar og félagslegt kyn (kyngervi), gagnlegt er að gera greinarmun á þessu við nemendur. Kyngervi (e. gender) er félagslega mótað kyn, þ.e. mótað af samfélaginu og þeirri menningu sem við ölumst upp með. Kyngervi tekur mið af þeim væntingum sem samfélagið gerir til okkar út frá kyni okkar, t.d. hver ættu að vera áhugamál okkar, uppáhalds litur, hvaða klæðaburður er við hæfi eða jafnvel hvaða vinnu/hlutverk við eigum að sinna. Kynvitund (e. gender identity) er upplifun okkar af eigin kyni. Kynvitund vísar ekki til kynfæra okkar né útlits heldur til þess kyns sem einstaklingur upplifir. Langflestir hugsa aldrei út í kynvitundina því hún er sú sama og líffræðilegt kyn þeirra og eru því sískynja, sum tengja þó ekki við það líffræðilega kyn sem sem þau fengu úthlutað við fæðingu og eru því trans. Kyntjáning (e. gender expression) beinist að því hvernig einstaklingur tjáir kynvitund sína í daglegu lífi, t.d. með fatnaði, förðun eða líkamstjáningu. Öll tjáum við kyn okkar á einhvern hátt, í mörgum tilfellum fellur kyntjáningin að því sem samfélagið telur hefðbundið á meðan sum okkar tjá kyn sitt á óhefbundinn hátt, t.d. með ákveðinni förðun eða klæðaburði sem samræmist ekki kyneinkennum einstaklingsins samkvæmt samfélagslegum normum. Tómstundir eru athöfn, hegðun eða starfsemi sem á sér stað í frítíma einstaklinga. Tómstundir eru frjálst val og er ætlað að auka ánægju og hafa jákvæð áhrif á einstaklinginn. Mælt er með ... Ef þú upplifir óöryggi við að ræða og spjalla um þau hugtök sem tengjast kyni okkar og hinseginleikanum, þá er upplagt að skoða heimasíðuna Hinsegin frá Ö til A sem er rekin af Samtökunum ´78. Vefurinn er greinargóður og fer vel yfir öll helstu hugtök. Reynslusögur einstaklinga sem þar er vísað til geta verið dýrmætur brunnur fyrir þig sem kennara. Bls. 72–89

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=