26 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Meira og fleira Önnur verkefni sem hægt er að nýta: • Í námsefninu Ég og sjálfsmyndin eru verkefni tengd kynþroskanum: Myndefni sem hægt er að nýta: • Á UngRúv er að finna þættina Kynþroskinn. Þar er farið til að mynda yfir kynþroskann, brjóst, kynfæri og fleira. Finna má þættina hér: Hver er með hvað? – Kyn – Skoðið brot úr teiknimyndum eða þáttum og ræðið hvað það er sem segir okkur hvaða kyn persónan er (karlkyns, kvenkyns og við hin). Til dæmis er hægt skoða persónurnar í teiknimyndinni Tröllum (e. Trolls), hvað er það sem gefur til kynna kynið og gæti persónan mögulega verið eitthvað annað kyn en ýjað er að í myndinni? Samantekt Í lok þessa kafla ættu nemendur að: • geta rætt um að líkamar okkar allra eru líkir en á sama tíma ólíkir. • átta sig á að þarfir okkar og líkami breytist eftir því sem við eldumst. • skilja að klæðnaður getur verið mismunandi eftir menningarheimum (jafnvel innan sama samfélags). • þekkja kynfærin, heiti þeirra og virkni. Hægt er að láta nemendur fylla út sjálfsmat 2 á bls. 70, þar sem þau krossa yfir þann broskarl sem þeim finnst passa best við staðhæfinguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=