Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

25 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Texti til nánari fróðleiks: • Sáðblaðra framleiðir sáðvökvann sem sáðfrumurnar synda í. Þegar sáðfrumur og sáðvökvi hafa blandast saman, þá kallast það sæði. • Sáðlát á sér stað þegar sæðið kemur út um sáðrásina á typpinu. Á meðan það gerist getur piss ekki borist í gegnum sáðrásina. Bls. 67 Umræðupunktar Lesið saman blaðsíðuna og ræðið t.d.: • Hvernig stinning getur komið fram þegar við snertum okkur sjálf, erum sofandi eða kemur jafnvel þegar við eigum síst von á henni. o Að karlkyns spendýr fá líka stinningu (hundar, hestar, kindur og kettir fá til dæmis allir stinningu). • Önnur orð sem ná yfir stinningu: reisn, standpína, hart. Dettur nemendum jafnvel einhver önnur orð í hug? Bls. 69 Verkefni – Spurningabox Útbúðu spurningabox fyrir bekkinn og hvettu nemendur til að setja spurningar sem þau hafa í það. Spurningarnar eiga ekki að koma undir nafni. Láttu nemendur vita hvenær þú ætlar þér að lesa upp úr boxinu, ef til vill væri sniðugt að lesa upp úr því vikulega eða á tveggja vikna fresti. Ræðið síðan sameiginlega efni spurningarinnar. Möguleiki er á því að útbúa veggspjald þar sem spurningarnar og stutt svör við þeim eru sett upp, svo nemendur geti lesið upplýsingarnar síðar meir. Bls. 70–71 Hver er með hvað? Hér á undan hefur verið farið yfir líffræðilegt kyn og kynfæri en þau segja ekki alla söguna. Við ljúkum kaflanum Lærum um líkamann á því að opna á þá umræðu að kynfærin ein segja ekki til um hvort við séum hann, hún eða hán. Bls. 70–71 Umræðupunktar • Flestir strákar eru fæddir með typpi og pung og flestar stelpur eru fæddar með píku, leggöng og sníp. En líkamar eru allskonar og við fæðumst ekki öll með kyneinkenni sem flokkast eingöngu sem stelpa eða strákur. Það kallast að vera intersex. Hefur einhver heyrt um intersex? • Ef að kynfærin okkar segja ekki til um það hver við erum, hvað er það þá? Er það til dæmis hvernig við hegðum okkur, hvaða leiki við veljum að leika, hverjir vinir okkar eru eða eitthvað annað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=