Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

24 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 64–65 Verkefni – Píka, snípur og leggöng Afhendið nemendum verkefnið – Píka, snípur og leggöng, sjá bls. 54 og farið yfir líffærin og hlutverk þeirra með nemendum. Aðstoðið þau síðan við að skrifa heitin inn á verkefnablaðið (lausnir á bls. 55). Teikning 1: Snípur – þvagrásarop – innri barmar – ytri barmar – legop/leggöng Teikning 2: Leggöng – legop – leg – eggjaleiðarar – eggjastokkar Texti til nánari fróðleiks: • Eggjastokkar geyma óþroskuð egg sem urðu til þegar einstaklingurinn var á fósturstigi. Þegar kynþroski hefst fullþroskast eitt egg í einu í hverjum tíðarhring. • Eggjaleiðarar flytja eggið frá eggjastokkum niður til legsins. Ef egg og sáðfruma mætast á þessari leið getur frjóvgun átt sér stað. Ef eggið frjóvgast ekki losnar það út með næstu blæðingum. Bls. 64–67 Umræðupunktar Mikilvægt er að koma inn á ýmislegt tengt kynfærum okkar (stelpur, strákar og stálp), eins og t.d.: • Tíðahringurinn og blæðingar: Þar sem að kynþroski getur hafist frá um 8 ára aldri geta sum farið að upplifa blæðingar fljótlega. Ef við erum með eggjastokka, leg og píku förum við á blæðingar. Tíðahringurinn er upphafið að því að barn getur orðið til. Því er hann alveg magnaður og blæðingar eru ekki eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir eða er ógeðslegt. • Tíðahringurinn endurtekur sig á um það bil 28 daga fresti (en telst eðlilegur 21–35 dagar). Fyrstu árin getur tíðahringurinn verið fremur óreglulegur. Í fylgiskjölum má finna skjalið Tíðahringurinn viljir þú fara nánar í hann. Einnig er mælt með að útvega tíðavörur og fara yfir hvað er í boði. • Hvort sem maður er strákur, stelpa eða stálp, þá er mikilvægt að vita að ekki á að þvo slímhúð kynfæranna með sápu. Til að sýna nemendum hvað slímhúð er, þá má benda á innri húð munnsins, það er slímhúð líka. Að þvo slímhúðina með sápu getur haft skaðleg áhrif á náttúrulegt sýrustig hennar. • Húðin í kringum kynfæri okkar er dekkri en aðrir hlutar húðarinnar. Það er náttúrulegt og eðlilegt. • Besta leiðin til að kynnast eigin kynfærum er að skoða þau í spegli og snerta þau ef við viljum. Gott er að þekkja hvernig kynfæri okkar líta út þegar þau eru heilbrigð. Ef okkur fer að klæja á handlegg og sjáum að við erum með roða og/eða útbrot þá vitum við að eitthvað er að – af því við vitum hvernig húðin lítur út þegar hún heilbrigð. Á sama hátt er mikilvægt að þekkja heilbrigð kynfæri til að geta séð ef eitthvað er að. Bls. 66–67 Verkefni – Typpi, eistu, pungur Afhendið nemendum verkefnið Typpi, eistu, pungur, sjá bls. 57 og farið yfir líffærin og hlutverk þeirra með nemendum. Aðstoðið þau síðan við að skrifa heitin inn á verkefnablaðið (lausnir á bls. 58). Teikning 1: Typpi – kóngur – forhúð – þvagrás – þvagblaðra – sáðblaðra – sáðrás – eista – pungur Teikning 2: Typpi – kóngur – forhúð – pungur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=