23 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 55 Umræðupunktar Eftir að hafa lesið saman blaðsíður 53–54 er tilvalið að nýta spurningarnar á blaðsíðu 55 til umræðu með hópnum í heild sinni. Áhugaverðir tenglar Hér er myndband af Youtube sem fjallar um hverjir eru traustsins verðir. Myndbandið er á ensku en mögulegt er að stoppa inn á milli til að fjalla um hvern eiginleika sem traustir einstaklingar hafa. (7 signs someone is trustworthy). Bls. 56–69 Kynfærin Frá því við fæðumst erum við stöðugt að kynnast eigin líkama, líka þegar við erum komin á efri árin, því líkami okkar breytist, skoðanir okkar og upplifanir geta líka tekið breytingum samhliða líkamlegum breytingum. Í þessum kafla erum við að skoða þau líffæri sem tilheyra kynfærum okkar og mikilvægt að vinna með hann á sem hlutlausastan hátt, þannig að ekkert orð verði tabú eða vandræðalegt og að þú sem kennari sýnir þannig fram á að kynfæri eru jafn (ó)gildishlaðin orð eins og eyra, auga eða húð. Kveikja Notið blaðsíðu 57 sem kveikju í formi umræðna. Það er tilvalið að skrifa upp svör nemenda svo það sé sýnilegt hvaða svör hafa komið fram. • Hvaða orð hafið þið heyrt yfir kynfæri? • Hvað af þeim orðum finnst ykkur … o skrýtin? o fyndin? o vandræðaleg? o flott? Bls. 60–61 Umræðupunktar Lesið saman blaðsíðu 60–61 og ræðið við nemendur: • Hvað er manneskja venjulega með margar geirvörtur? • Eins og kemur fram í textanum, þá eru sumar með þrjár eða fleiri, vissuð þið það? • Eru önnur dýr með geirvörtur? – Hvað köllum við þær á þeim? (geirvörtur/spena) o Eru fuglar með spena? En hvað með kýr, kengúru, býflugu? (Verið er að reyna að ná því fram að öll spendýr hafa geirvörtur/spena). o Hvaða hlutverki gegna brjóst/spenar á kvenkyns dýrum? (Eins og kemur fram í textanum, þá kemur mjólkin út um geirvörtuna sjálfa). • Brjóst eru alls konar og þau byrja að stækka á kynþroskaskeiðinu hjá þeim sem skilgreinast sem stúlkur við fæðingu. Á þessum tíma geta brjóstin verið mjög aum og viðkvæm. Af hverju haldið þið að brjóstin breytist á kynþroskaskeiðinu, þegar við breytumst úr barni yfir í fullorðinn?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=