22 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 o Úrklippur • Bæklingur • Myndband • Leikrit • Fatasýning Til kennara: Hægt er að samþætta þetta verkefni við samfélagsgreinar þar sem verið er að fræðast um lönd og menningarheima, einnig er tilvalið að vinna verkefnið í tengslum við textíl- og myndmennt. Áhugaverðir tenglar Hér má sjá myndband sem hentað getur fyrir miðstig. Myndbandið er á ensku en kennari getur líka valið að taka hljóðið af og útskýra sjálfur það sem þar fer fram eða leyfa nemendum að túlka það sjálf. Í myndbandinu er farið yfir að þegar við erum lítil velja forsjáraðilar föt á okkar og þegar við eldumst förum við sjálf að velja fötin, t.d. til að segja ákveðna sögu. Hér er myndband sem sýnir menningarbundinn klæðnað í mismunandi löndum heimsins. Bls. 50–55 Næði og einkamál Kaflinn fjallar um hvað felst í næði og einkamálum. Við höfum öll þörf fyrir næði stundum, geta lokað okkur af frá áreitinu sem er í kringum okkur og hafa tíma til að vera ein. Við ráðum einnig hverju við deilum með öðrum, hvort sem það eru leikföng, matur eða líkami okkar. Líkami okkar er okkar einkasvæði og hvort við viljum knús, haldast í hendur eða deila einhverju um líkama okkar, þá ráðum við því, það má vera okkar einkamál. Út frá þessu skoðum við einnig hverjum við treystum og hvernig við treystum mismunandi einstaklingum mismikið. Kveikja Skoðið og lesið saman blaðsíðu 50 í bókinni og fáið upp umræðu um hvernig nemendum myndi líða ef þau væru Kári og hvert myndu þau fara til að fá næði. Bls. 51 Verkefni – Trausthringurinn minn Á bls. 51 er komið inn á að við ráðum hvort við deilum með öðrum okkar einkamálum en ef við viljum gera það þá er gott að deila því með einhverjum sem við treystum. Öll þurfum við einhvern sem við treystum en við treystum fólki mismikið. Afhendið nemendum verkefnið Trausthringurinn minn, bls. 53, þar sem að í innsta hring skrifa þau einstaklinga sem þau treysta hvað mest (getur t.d. verið besti vinur, foreldri og/eða kennari), í næsta hring væru einstaklingar sem þau treysta að einhverju leyti og utan við hringinn væru einstaklingar sem nemendur myndu ekki treysta fyrir sínum einkamálum (t.d. strætóbílstjórinn eða yfirmaður mömmu/pabba). Tilvalið er að athuga hvort nemendur séu til í að deila sínum trausthring með öðrum og sjá hversu mismunandi trausthringir okkar geta verið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=