Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

21 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 þurfum að klæða okkur. En hvernig klæðum við okkur, af hverju klæðum við okkur þannig og hvað segir okkur hvað telst „eðlilegur“ klæðaburður? Kveikja Hægt er að nýta myndasöguna á blaðsíðu 46 sem kveikju, lesa hana og spjalla út frá spurningunum sem Mía spyr Aló. Fyrir miðstig: Einnig er hægt að horfa á eftirfarandi myndband við lag RuPaul sem nefnist Born Naked og fjallar um að við fæðumst öll nakin en svo klæðum við okkur á ákveðinn hátt til að segja að hluta til hver við erum. Takið umræðu út frá myndbandinu um að nakinn líkami okkar skilgreinir okkur ekki og þegar við klæðum líkama okkar þá getur það sagt að hluta til um hvað við erum, t.d. hvaða efni okkur finnst þægileg, hvers kyns föt okkur finnst flott, hvort við erum frá Íslandi eða Indlandi og svo framvegis. Born Naked eftir RuPaul. Bls. 46–49 Umræðupunktar Til kennara: Föt geta sagt til um hvaða menningu við tilheyrum, við notum einnig fatnað til að tákna hvað við stöndum fyrir, hvernig okkur líður, til að sýna stöðu okkar (t.d. eru jakkaföt talin sýna yfirvald í sumum störfum), við hvað við vinnum (t.d. læknir í læknasloppi, iðnaðarmaður með gulan hjálm í gulu vesti o.s.frv.) og ýmislegt fleira. Þegar við ræðum við nemendur um af hverju við klæðumst fötum, þá viljum við ná fram almennri umræðu ásamt því hversu mikilvægt það er að líða vel í fötunum sínum. Sumum finnst kynjaður fatnaður óþægilegur því sá fatnaður passar ekki við kynvitundina, sumir þola ekki áferðina á ákveðnu efni, miðarnir trufla aðra, of þröng/víð föt eða of lítil/stór föt geta valdið óþægindum. Heyrið í nemendum hver þeirra upplifun er. • Af hverju klæðumst við fötum? o Segja fötin eitthvað til um hver við erum eða hvaðan við erum? o Hvernig veljum við fötin sem við viljum vera í? o Stundum klæðumst við fötum sem okkur finnst passa við okkur, hefur einhver upplifað að fötin passi ekki við sig? • Hvenær er nekt í lagi? En hvenær er hún kannski ekki í lagi? • Finnst ykkur öll föt þægileg? o Hvenær eru föt ekki þægileg? Bls. 47–49 Verkefni – Klæðaburður í mismunandi menningarheimum Einstaklings- eða hópverkefni. Nemendur draga land, í verkefninu Klæðaburður í mismunandi menningarheimum bls. 51, og kynna sér hvernig klæðaburðurinn er í því landi. Í kjölfarið útbúa þau kynningu fyrir samnemendur sína. Mögulegar útfærslur væru: • Glærukynning • Veggspjald o Teiknað o Skrifað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=