Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

20 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 44–45 Verkefni – Hvernig breytist líkami minn? Afhendið hverjum og einum nemanda eitt verkefnablað, sjá verkefnið Hvernig breytist líkami minn? bls. 52. Fyrirmæli til nemenda: Í fyrsta rammann teiknar þú þig sem ungabarn, í miðjuna teiknar þú mynd af þér eins og þú lítur út í dag og í síðasta rammann teiknar þú þig eins og þú ímyndar þér að þú lítir út í framtíðinni. Svaraðu svo umræðuspurningunum hér að neðan því við ætlum svo að spjalla um þær í næsta tíma! Bls. 44–45 Umræðupunktar Til kennara: Í þessari umræðu viljum við nýta verkefnið hér að framan, Hvernig breytist líkami minn? og draga fram að líkami okkar tekur sífelldum breytingum eftir því sem við eldumst. Fyrir utan það að líkaminn tekur sjáanlegum breytingum, þá breytast skoðanir okkar, eins og t.d. hvað okkur finnst gott eða vont (t.d. snerting eða matur) og hvað við getum gert sjálf eða þurfum hjálp við. Hvort sem við erum ungabörn eða orðin gömul, þá gætum við þurft hjálp við margt sem við þurfum ekki hjálp við þegar við erum að verða unglingar. Hafðu þetta í huga þegar þú tekur umræðuna með nemendum og ekki gleyma að segja einnig sögur af þér! • Hvað þurftum við hjálp við þegar við vorum ungabörn – og hvað gátum við gert sjálf? • Hvað þurfum við hjálp við í dag? o Mun það breytast þegar við verðum fullorðin? • Ef þið skoðið ykkur sem ungabörn og hvernig þið eruð í dag, finnst ykkur það sama gott? o S.s. sami matur? Sama snerting? • Hvað veldur líkama ykkar vanlíðan? Hefur það breyst frá því þið voruð lítil börn? • Hvernig líður ykkur einmitt núna? o Til kennara – skrifaðu niður á töflu þá líðan sem er nefnd. • Haldið þið að ykkur eigi eftir að líða eins þegar þið verðið orðin fullorðin? o Hvað gæti verið breytt? Hvað gæti orðið eins? Áhugaverðir tenglar Tvö myndbönd af Youtube af tveimur einstaklingum og hvernig þeir eldast frá 0 til 18 ára. Portrait of Vince, 0 to 18 years Portrait of Lotte, 0 to 18 years Ýmsan fróðleik má finna inni á heilsuveru undir kynheilbrigði: Bls. 46–49 Við erum öll nakin undir fötunum Við komum öll í þennan heim nakin, algengast er að ljósmóðir tilkynni hvaða kyni við tilheyrum, við erum vigtuð og mæld og fljótlega klædd í föt. Í sumum tilfellum í þeim lit sem er ætlaður okkar kyni út frá samfélagslegum normum. Sem lítil börn megum við ef til vill hlaupa um í almenningsgörðum á bleyjunni einni saman en eftir því sem við eldumst, því fleiri hömlur setur samfélagið gegn nekt og við

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=