Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

19 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 39 Verkefni – Teiknaðu líkama þinn Nemendur teikna mynd af líkama sínum eins og þeim finnst hann líta út. Síðan teikna þau myndir af því hvernig þau upplifa sögurnar innra með sér. Því næst bera þau saman hvernig líkamar þeirra líta út á myndinni og hvernig þau upplifa hann. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Áhugaverðir tenglar Myndbandið við lagið Welcome to Wonderland eftir Anson Seabra er hægt að nýta í að tala um sögurnar okkar. Ef þetta væri bókin okkar, hvaða saga myndi birtast á blaðsíðunum? Bls. 40–45 Allir líkamar eru ólíkir og allir líkamar eru eins Frá um átta ára aldri byrjar líkami barna að breytast og þroskast yfir í að verða líkami fullorðins einstaklings. Börn geta upplifað forvitni, haft margs konar spurningar varðandi þær breytingar og sum upplifa jafnvel kvíða yfir komandi breytingum eða skömm yfir breytingunum, hvort sem þær hafa átt sér stað eður ei. Allar tilfinningar gagnvart kynþroskanum eiga rétt á sér og eru eðlilegar og mikilvægt er að koma þeim skilaboðum áleiðis til nemenda. Kveikja Kveikjan hentar miðstigi. Horfið saman á kaflann Líkaminn úr stuttmyndinni Stattu með þér. Þessi kafli kemur aðeins inn á kynþroska og að efni á netinu getur verið misvísandi. Komið er inn á hversu mörg kraftaverk líkaminn gerir á hverri mínútu og hversu einstakur hann er. Bent er á að fara inn á 6h.is en sá vefur er ekki lengur til staðar og í staðinn má skoða kynheilbrigði inni á www.heilsuvera.is. Kaflann úr Stattu með þér má finna hér: Ræðið út frá myndbandinu: • hvað getur líkami okkar gert á hverju aldursstigi fyrir sig? • breytist það eftir því hversu gömul við erum? • hvernig hugum við að heilbrigðum líkama? • við hvern getum við talað ef við höfum spurningar um líkama okkar? • hvað gerir líkama okkar (hvers og eins) einstakan? • hvaða stórkostlegu hluti getur líkami ykkar framkvæmt/gert? Bls. 42–43 Umræðupunktar • Af hverju er mikilvægt að spyrja hvort maður megi snerta annan líkama? • Hvað þýðir að hlusta á líkama sinn? o Hvernig segir hann okkur að við séum svöng/þreytt/spennt eða döpur? • Hvað haldið þið að Kári sé að meina þegar hann segir að stundum þurfum við hjálp frá öðrum líkömum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=