Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

18 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 34–39 Allir líkamar eiga sér sögu Hver og einn einstaklingur á sér sína sögu. Í kennslustofu með 17 nemendum, einum kennara og einum stuðningsfulltrúa eru 19 mismunandi sögur, 19 mismunandi upplifanir af því hvað er að eiga sér stað innan kennslustofunnar og því 19 mismunandi frásagnir af því sem átti sér stað. Hver saga er jafn rétt og önnur saga og því skal sýna hverri sögu jafn mikla virðingu, áhuga og einlægni og öðrum. Hér á eftir eru verkefni sem eru ætluð til að sýna nemendum einmitt þetta og hjálpa þeim að sýna öðrum og þeirra sögum virðingu. Bls. 34–35 Verkefni – Leysum gátur um líkamann Nemendum er skipt í litla hópa og hver hópur fær blað með gátum um mismunandi líkamshluta til að leysa. Afhendið hverjum og einum hópi eitt verkefnablað, sjá verkefnið Leysum gátur um líkamann bls. 50 Mögulegt er að vinna þetta saman sem ein heild. Lausnir við gátunum: 1. Nöglin 2. Blóðið 3. Hjartað 4. Hnéskel 5. Bakið 6. Augað Bls. 36–37 Verkefni – Bókstaflega ég Nemendur fara á bókasafnið eða í bókahillu og velja bækur út frá titlum. Þau raða síðan saman nokkrum bókum og mynda nýjan titil sem gæti fjallað um þau og taka mynd af titlinum sem þau bjuggu til, eða skrifa hann niður. (Umræða) Alveg eins og titillinn sem þú valdir segir ekki fulla sögu um þig, þá segja „bókakilir“ annarra ekki þeirra sögu. Af hverju er mikilvægt að hafa það í huga? Bls. 38–39 Verkefni – Satt og logið Nemendur útbúa þrjár staðreyndir um sig, tvær þeirra skulu vera sannar en sú þriðja uppspuni. Aðrir eiga síðan að giska á hvaða staðreynd er uppspuni. Hægt er að taka umræðu út frá leiknum, þar sem að við sjáum ekki utan á einstaklingunum hver er saga þeirra (þ.e. hvaða staðreyndir eru sannar). Við vitum aldrei nákvæmlega hvaða sögu einstaklingar hafa að geyma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=