16 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Framhaldsverkefni Finnið til fjölbreyttar myndir sem lýsa þessum hugtökum. Nemendur skipta borðinu í fjögur svæði og ræða saman í litlum hópum hvað hver og ein mynd getur táknað og setja á það svæði sem flest eru sammála um. Áhugaverðir tenglar Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Umboðsmaður barna Education for democracy and human rights – Council of Europe Lesleiðbeiningar frá höfundi efnisins með öðru efni: What makes a baby Meira og fleira Hægt er að útfæra efni kaflans á aðra vegu. Hér eru dæmi um fleiri hugmyndir sem nemendur geta útbúið út frá hugtökunum: virðing, traust, gleði, réttlæti: • Leikir – Nemendum er skipt upp í litla hópa og hver hópur velur einn leik til að kenna öðrum (kennarar og stuðningsfulltrúar meðtaldir). Þegar hóparnir hafa undirbúið sig og ákveðið hvernig á að kenna leikinn er farið út á skólalóð eða á annan stað og leikurinn kenndur. Þegar við erum að læra nýja hluti þurfum við að leggja traust okkar á þann sem kennir leikinn, við upplifum gleði í gegnum leiki og mikilvægt er að bera virðingu fyrir öllum þeim sem taka þátt í leiknum. • Leikþáttur – Nemendur útbúa leikþátt um eitt eða fleiri hugtök: virðingu, traust, gleði, réttlæti. • Myndasaga (annaðhvort á blaði eða í tölvu) sem sýnir fram á hugtökin. • Lag og texti – Sjá dæmi um slíkt: Respect rap. • Stuttmynd. Verkefni úr öðru námsefni sem hægt er að nýta: • Hugrún – eftirRÉTTUR, bls. 54. • Ég, þú og við öll. • Litli Kompás bls. 34. Litlir strákar gráta ekki! Samantekt Í lok þessa kafla ættu nemendur að hafa skilning á: • að hugtökin kyn og kynlíf hafa margþætta merkingu og að engin ein merking er réttari en önnur, frekar en þegar rætt er um hugtakið að leika. • hvernig æxlun fer fram, þ.e. sameining sæðis og eggfrumu (hvort sem er við samfarir eða eftir öðrum leiðum líkt og tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun). • hvað hugtökin virðing, traust, gleði og réttlæti fela í sér og geta tengt þau við samskipti. Hægt er að láta nemendur fylla út sjálfsmat 1 af bls. 69, þar sem þau krossa yfir þann broskarl sem þeim finnst passa best við staðhæfinguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=