Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

15 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 26–29 Myndbönd Hér eru þrjú myndbönd sem mögulegt er að nýta með viðeigandi blaðsíðum. Nemendur rappa um virðingu (e. Respect Rap) Traust útskýrt (e. What‘s the word: Trust) Krakkar útskýra gleði/hamingju (e. Kids explain happiness) Verkefni – Virðing | Traust | Gleði | Réttlæti Nemendur vinna saman í litlum hópum og taka sjálf ferns konar ljósmyndir. Ein ljósmynd á að túlka virðingu, önnur traust, sú þriðja gleði og sú fjórða réttlæti. Ef aldur nemenda leyfir, þá útbúa þau skýringartexta við myndirnar sem útskýrir túlkun hópsins á hverju hugtaki fyrir sig. Einnig tilgreina þau hver tók myndina. Útfærslur að skilum: • Glærukynning – Ein mynd á hverri glæru með titlinum. Nemendur kynna fyrir bekknum eða útbúa QR kóða sem er prentaður og hengdur upp í skólanum/heima fyrir aðra til að skanna og skoða. • Gagnvirkur spurningaleikur – nemendur giska á hvaða þemaorð á við hvaða mynd. • Veggspjald – Myndirnar eru prentaðar út, límdar á veggspjald með viðeigandi titli myndar og hengdar upp á vegg. Hægt að halda ljósmyndasýningu og bjóða foreldrum að koma. Fyrir yngsta stig Sýnið nemendum eftirfarandi myndir eða finnið aðrar sambærilegar og ræðið við þau hvað þær gætu túlkað: virðing, traust, gleði og/eða réttlæti. Flestar geta þær túlkað fleira en eitt hugtak. Virðing, traust, gleði Traust, gleði Gleði, traust, virðing Réttlæti, traust

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=