Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

14 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 24–25 Verkefni – Æxlun Fyrir yngsta stig Fjallið um fósturþroska og sýnið mynd sem lýsir því hvað gerist í þroska fóstra mánuð eftir mánuð. Þegar við fæðumst erum við mismunandi að lengd og þyngd en öll dýrmæt. Nemendur afla upplýsinga heima fyrir um eigin fæðingu s.s. • Hve löng var meðgangan? (40 vikur + -) • Hversu langan tíma tók fæðingin? • Hver var fæðingarlengdin og fæðingarþyngd? Í skólanum mæla þau hver lengd þeirra er í dag. Í kjölfarið mæla nemendur garn í samsvarandi lengd, bæði fæðingarlengd og núverandi lengd. Efsti hluti hvers garnsspotta fyrir sig er svo límdur á blað og lengdin skrifuð til hliðar. Á sama blað teikna nemendur mynd af sér sem fóstri. Fyrir miðstig Til kennara: Hafðu í huga að æxlun getur átt sér stað á margvíslegan hátt. Til dæmis með samförum, tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Endilega taktu þá umræðu með nemendum áður en þau fara af stað í verkefnið, þannig geta þau valið þá nálgun sem þau vilja taka. Kveikja: Horfið á myndbandið Meðganga og frjóvgun inni á Kvistir hjá MMS undir líffræði. Nemendur leita að upplýsingum á netinu og/eða í bókum um hvað felst í æxlun. Dæmi um spurningar sem nemendur leita að svörum við: • Hvað þarf til svo að fóstur byrji að þroskast? • Hversu löng er meðganga? • Hvernig lítur fóstrið út í hverjum mánuði? • Hvenær myndast hjarta og heili? o Hvenær byrjar hjartað að slá? Afurð gæti verið fræðslubæklingur, hljóðvarp, ljóð, glærur, veggspjald eða stuttmynd. Hér er tilvalið að leyfa nemendum að velja þá aðferð sem þau vilja nota til að skila af sér efninu. Bls. 26–29 Umræðupunktar • Hvernig sýnum við virðingu? • En hvað er óvirðing? Getið þið nefnt dæmi? • Þurfum við að skilja hluti/skoðanir/fólk til að sýna virðingu? • Hvaða einstaklingum treystið þið? • Hvað veitir ykkur gleði? Hvaða leiðir farið þið til að upplifa ánægju og/eða hamingju? • Hvað er óréttlæti? • Hefur einhver upplifað óréttlæti? o Treystir þú okkur til að deila því með okkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=