Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

12 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 HVAD ER KYNLÍF? Kynlíf fjallar um margvíslega þætti: líkamann, uppvöxt, fjölskyldur, börn, ást, virðingu, traust, ábyrgð, forvitni, tilfinningar, heilbrigði, líffæri, kynvitund, mörk, kyntjáningu og svo margt fleira! Þessi kafli opnar á þær margþættu merkingar sem kynlíf hefur að geyma. Fróðleikur Virðing, traust, gleði og réttlæti ætti að einkenna öll samskipti, hvort sem það er innan fjölskyldu, milli vina, við kennara eða í öðrum aðstæðum. Við þurfum öll, þ.á m. nemendur, einhvern sem við treystum, til að tala við um líðan okkar, hugsanir og upplifanir. Nemendur þurfa einnig einhvern sem þau treysta til að tala við, ræða mörk og spyrja þeirra spurninga sem þau mögulega hafa. Mikilvægt er að koma þeim skilaboðum áleiðis til nemenda að engin spurning sé asnaleg og það er best gert með því að svara öllum spurningum á sama yfirvegaða hátt. Hugtök Virðing, traust, gleði og réttlæti eru mikilvæg hugtök í þessum kafla og eru útskýrð vel á blaðsíðum 26-29 í bókinni sjálfri. Samkennd felur í sér getuna til að sýna öðrum skilning, setja sig í spor annarra og geta hlustað á ólík sjónarmið án þess að dæma þau. Kveikja Horft á myndbandið A joy story. Stuttmyndin er án tals og fjallar um samskipti hunds (Joy) og hegra (Heron). Í þessari kveikju er hægt að taka eftirfarandi umræðupunkta: • Hvað hélt Joy (hundurinn) að Heron (hegrinn) væri að gera? Af hverju breyttist síðan afstaða Joy? o Joy hélt að Heron væri að stela ormum án ástæðu og var reiður út í hegrann. Þegar Joy sá að Heron var að reyna að gefa svöngum en vandlátum ungum sínum að éta (þegar hann sá hver væri saga Heron, sbr. 3. kafla) þá breyttist afstaða Joy. Joy hætti að vera reið/reiður/reitt og sýndi samkennd með því að bjóða Heron að koma og sækja orma handa ungunum. Að sýna öðrum samkennd felst í að sýna upplifun þeirra og sögu virðingu. o Mikilvægt er að byrja á að skilja hvað er raunverulega í gangi og passa sig á að draga ekki órökstuddar ályktanir. Reynum að sjá fyrst heildarmyndina áður en við dæmum eða bregðumst við, því stundum eða jafnvel oftast, sjáum við einungis lítinn hluta (bókarkápuna) af heildarsögunni (sagan á blaðsíðum bókarinnar). • Hvaða tilfinningar haldið þið að Joy og Heron hafi upplifað í myndinni? o Tengja má gleði, virðingu og réttlæti (að hluta) við stuttmyndina. Þegar Joy gefur Heron ormana, sýnir hann virðingu í verki og bæði Heron og Joy upplifa gleði við það. Heron kemur svo með fullan gogg af fiski og gefur Joy, sem má sjá sem réttlæti eða virðingu en það fer eftir sjónarhorni nemenda og því um að gera að fá fram þeirra skoðun. Við það að gefa fiskinn sjáum við aftur gleði hjá Joy, Heron og veiðimanninum. • Hvaða kyn ætli Joy og Heron séu? o Hér er tilgangurinn að fá nemendur til að hugsa um hvað það er sem gefur okkur þá hugmynd að eitthvað sé karl- eða kvenkyns. Ekkert í stuttmyndinni gefur til kynna hvort Joy eða Heron eru stelpa eða strákur en á hvaða rökum byggja nemendur svar sitt? Mögulega eiga nemendur Bls. 18–31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=