Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

11 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Meira og fleira Hægt er að vinna með tilfinningagreind út frá verkefni tvö, t.d. með því að nýta verkefni frá Sterkari út í lífið eða fylgiskjalið Tilfinningar á bls. 49. Hvaða tilfinning passar við þig þegar þú: • finnur lyktina af nýbakaðri köku? • ert að bíða eftir að fá að opna pakkana þína á jólunum? • svíkur loforð sem þú gafst vini/vinkonu? • sérð að einhver sem þú þekkir fékk dót að gjöf sem þú hefur óskað þér í marga mánuði? • brýtur uppáhalds kaffibolla einhvers? • hjálpar vini/vinkonu sem er í vanda? Endilega bætið við fleiri aðstæðum eða fáið nemendur til að koma með eigin aðstæður þar sem þau upplifðu tilfinningar sem koma fram á spjaldinu. Samantekt Þar sem þessi kafli er kynning á því sem koma skal, er ekki neitt sjálfsmat hér líkt og í næstu köflum. Helsta markmiðið er að áhugi hafi verið kveiktur og nemendur séu meðvitaðir um misjafna líðan okkar þegar kemur að efni bókarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=