Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

10 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Bls. 12–13 Verkefni – Skoðanakönnun Hugtakið kynlíf vekur upp alls kyns tilfinningar og viðbrögð, sama á hvaða aldri við erum. Líkt og Ómar bendir á, þá bregðast einstaklingar mismunandi við þegar kynlíf er nefnt á nafn. Í þessu verkefni gera nemendur skoðanakönnun til að athuga hvaða tilfinning kemur upp í hugann þegar börn og fullorðnir heyra orðið kynlíf. Nemendur skrá niðurstöðurnar og setja upp á myndrænan hátt, til dæmis með súluriti (bæði fyrir yngri og eldri nemendur) eða kökuriti (fyrir eldri nemendur). Hugmyndir að tilfinningum: Vandræðalegt, fyndið, skrýtið, óþægilegt, spennandi, áhugavert, fallegt. Hægt er að nýta fylgiskjalið um Tilfinningar, bls. 49, til fá fleiri hugmyndir að tilfinningum. Hægt er að samþætta verkefnið við stærðfræði (tölfræði og líkindi) og vinna með tengd hugtök. Bls. 14–15 Umræðupunktar • Hvað ætli við séum að fara að læra um í þessari bók? • Hvað finnst ykkur mikilvægt að fjalla um? • Ef við skoðum næstu opnu (bls. 16–17), hvað segir hún okkur meira um umfjöllunarefnið? o Hvað haldið þið að verði áhugaverðast? Eða skemmtilegast? Áhugaverðir tenglar Sterkari út í lífið – Tilfinningahjól: https://sterkariutilifid.is/verkefni/tilfinningahjol-2/

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=