Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

Flestir líkamar fá stinningu en hún verður bara í ákveðnum hluta líkamans. Ef líkami þinn er með typpi gætir þú hafa tekið eftir því að stundum er það mjúkt og sveigjanlegt og stundum verður það hart. Það er kallað stinning eða standpína þegar það er hart. Ef líkami þinn er með sníp, gætir þú hafa tekið eftir að stundum er hann mjúkur og stundum er hann aðeins harðari eða stinnari – það er stinning. Stinning getur komið þegar við snertum okkur til að láta okkur líða vel en hún getur líka komið á öðrum tímum: á nóttunni þegar við erum sofandi og á morgnana þegar við vöknum. Stinning kemur jafnvel þó að við séum ekki að gera neitt. Ungbörn fá oft stinningu þegar þau þurfa að pissa. Ein leið til að hugsa um stinningu er að hún er bara leið líkamans til að þjálfa sjálfan sig. 68 Stinning Stinning er ekki bara ord sem notad er um líkamann. Vissir pi ú ad ordid stinning pi ýdir líka reisn og ad reisa eitthvad pi ýdir ad láta pi ad standa? pi egar bygging er byggd, pi á er talad um ad reisa hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=