Einstaklingurinn sem snerti þig og vill hafa það sem leyndarmál gæti verið einhver sem þú þekkir. Það gæti verið einhver í fjölskyldunni þinni, einhver sem þú hélst að þú gætir treyst. Þannig snerting gæti verið góð eins og hjálpleg snerting en hún gæti líka verið vond eins og meiðandi snerting. Hún gæti verið undarleg, skrýtin eða ógnvekjandi eða hún gæti vakið upp spurningar hjá þér. Ein vísbending um að snerting sé röng er að manneskjan sem snertir þig lætur þig halda því leyndu. Snerting sem höfð er sem leyndarmál er ekki eins og önnur leyndarmál. Sum leyndarmál, eins og afmælisgjöf eða eitthvað óvænt, getur verið gaman að eiga með öðrum og halda leyndum. En þér ætti aldrei að finnast þú þurfa að halda einhverju leyndu þegar það snýst um snertingu. Snerting er eitthvað sem þú ættir alltaf að geta talað um. 114
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=