Bein og óbein ræða Það kallast bein ræða þegar orðrétt er haft eftir fólki: „Vildir þú vera svona fríð?“ spurði konan. Bein ræða er auðkennd með gæsalöppum. Í óbeinni ræðu eru orð höfð óbeint eftir fólki: Konan spurði hvort hún vildi vera svona fríð. Taktu eftir að spurningamerki er sleppt þegar spurning er höfð óbeint eftir. 19. Breyttu setningunum hér úr beinni ræðu í óbeina ræðu. „Það er gott veður úti,“ sagði Ragnar. Þú sagðir: „Mig langar í fótbolta.“ Sara hrópaði hátt: „Þetta er skemmtilegt!“ Hann sagði: „Ég nenni ekki að leika.“ „Hvar er hjálmurinn þinn?“ spurði lögregluþjóninn. 20. Breyttu setningunum hér úr óbeinni ræðu í beina ræðu. Jón sagði að kakan væri góð. Ég spurði hvort þú værir hress. Þau sögðu að við mættum koma. Edda sagði að bækurnar væru spennandi. 18. Skoðaðu greinarmerkin hér: Einn morgun var Ása að sækja sér þvottavatn í brunninn. Þá sá hún allt í einu undurfagra kvenmannsásjónu speglast í vatninu. Horfði hún hugfangin á hana um stund og mælti við sjálfa sig: „Þess vildi ég óska, að ég væri svona fríð.“ Þá leit hún upp aftur og sá hjá sér standa konu eina fagra og tígulega. „Vildir þú vera svona fríð?“ spurði konan. „Já,“ svaraði Ása, „ég vildi allt til þess vinna.“ „Þá skaltu koma með mér,“ sagði konan, „en þú verður þá líka að gera allt, sem ég bið þig.“ Ása játaði því, og þá leiddi konan hana með sér út í skóg. Hvaða reglur gilda um þessi greinarmerki eins og þau eru notuð í textanum? . Punktur ? Spurningamerki „…“ Gæsalappir : Tvípunktur , Komma Reglur um greinarmerkjasetningu finnur þú t.d. á netinu og í Skriffinni bls. 57–63. 95
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=