Kveikjur

94 Greinarmerki Þessi smáatriði sem við köllum greinarmerki eru eins og umferðarljós og vegir í tungumálinu – þau hjálpa okkur við að lesa, greina á milli orða og merkingar í setningum. Stundum skiptir öllu máli hvar greinarmerki eru í setningu, eins og t.d. í þessu dæmi hér. Sjáðu hvernig merkingin gjörbreytist eftir því hvar komman er staðsett: Jón var ekki vitund betri, en Gunnar kunni þó að skammast sín. Jón var ekki vitund betri en Gunnar, kunni þó að skammast sín. Ég skal ávarpa ráðherra, sérstaklega ef þú biður mig um það. Ég skal ávarpa ráðherra sérstaklega, ef þú biður mig um það. 16. Er hægt að nota greinarmerki til að skilja þessar setningar á ólíkan hátt? Drepið hann ekki bíða þangað til ég kem. Hundar bitu karla og konur hlupu burt og geltu. 17. Hér fyrir neðan er texti þar sem öll greinarmerki hafa verið fjarlægð. Lestu hann upphátt og finndu hvernig heilinn á erfitt með að ná almennilega merkingunni í honum. Skrifaðu hann svo upp og bættu greinarmerkjum inn í hann á stöðum sem virka eðlilegir. Mundu að huga að öllum tegundum greinarmerkja – ekki bara punktum og kommum. afi og amma voru allt í einu tvö yfir kistunni þau horfðu niður áður en afi hallaði sér og lagði nokkra kossa á ennið amma var stjörf eins og ég í sætinu því einhver hafði fjarlægt fínofna klútinn ennið hlaut að vera kalt eins og rúða ég sá fyrir mér barnabarnakórinn á jóladegi fyrir mörgum árum örugglega áratug og afa við píanóið að spila nú skal segja og leiðbeina okkur í söngnum með svipbrigðum við danni vandræðalegir með hendur í vösum í aftari röðinni tveir elstir og brostum rjóðir af feimni múturnar farnar að gera vart við sig og engin hljóð jólaleg úr okkar börkum ég leit aftur upp á litríka glerveginn út undan mér mjög óljóst sá ég svartklæddar verur teikna kross í loftið yfir kistunni hverja á fætur annarri. ? : ! , . „...“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=