Kveikjur

93 Lagið um það sem er bannað Lag og texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti oní skurð ekki fara í bæinn og kaupa popp og tyggjó og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó. Það má ekki vaða út í sjó og ekki fylla húfuna af snjó ekki tína blómin sem eru út í beði og ekki segja ráddi heldur réði. Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið það er alltaf að skamma mann þó maður geri ekki neitt það er alltaf að skamma mann. Það má ekki skoða lítinn kall og ekki gefa ketti drullumall ekki skjóta pabba með byssunni frá ömmu og ekki tína orma handa mömmu. Það má ekki hjóla inn í búð og ekki gefa litla bróður snúð og ekki fara að hlæja þó einhver sé að detta ekki gera hitt og ekki þetta. Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið það er alltaf að skamma mann þó maður geri ekki neitt það er alltaf að skamma mann. 12. Af hverju má ekki segja ráddi, súpti eða leikti? Við beygjum sagnorð ýmist veikt eða sterkt. Sagnirnar að ráða, súpa og leika eru sterkar sagnir – sem stundum eru beygðar eins og þær séu veikar. Flettu reglunni um beygingu (kennimyndir) sagnorða upp í málfræðibók og skrifaðu hana í stílabókina þína. Hvernig þekkirðu veikar sagnir? En sterkar? Beyging sagnorða finnst í 2. kennimynd. Ég borð-aði í gær = veik Ég las í gær = sterk 13. Skrifaðu nú kennimyndir tíu sagnorða úr Laginu um það sem er bannað og greindu beygingu þeirra. 14. Sagnorðið að brenna er til bæði í veikri og sterkri beygingu. Beygðu það í kennimyndum. Hver er merkingarmunur á sögninni eftir beygingu? 15. Vinnið saman í pörum eða þriggja manna hópum og semjið nýjan texta við þetta lag. Haldið ykkur við það sem er bannað. Það er gott að klappa taktinn (telja atkvæðin) til að útkoman verði góð. Gefið ykkur að lokum tíma til að æfa flutning á laginu fyrir bekkinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=