92 Viðtöl Stór þáttur í starfi blaðamanna er að taka viðtöl við fólk. Áður en þeir hitta viðmælanda sinn þurfa þeir að undirbúa sig. Það gera þeir með því að safna að sér upplýsingum um það sem á að ræða og semja spurningar. Við gerð spurninga er gott að hafa í huga: • Opnar spurningar – það þýðir að ekki er hægt að svara með já eða nei. • Spurnarorðin – hvað, hvar, hvernig, hvers vegna, hvenær. • Spurningarnar þurfa að mynda samhengi. Þegar viðtalið hefur farið fram skrifa blaðamennirnir það upp. Þeir semja kynningu á viðmælanda í upphafi (það er einhver ástæða fyrir að viðkomandi er fenginn í viðtal og það þarf að segja frá henni) og eftir hana kemur viðtalið sjálft. Oftast er það í samfelldu máli og spurningarnar eru gjarnan auðkenndar með feitletrun eða skáletrun. (Ef viðtalið er handskrifað er t.d. hægt að strika undir spurningarnar með penna til aðgreiningar frá svari viðmælanda). 10. Taktu viðtal við Rauðhettu, Bósa ljósár eða Adam og Evu (eða þau bæði). Hafðu vinnubrögð blaðamanna á bak við eyrað! 11. Skrifaðu upp öll sagnorðin úr viðtalinu í 10. verkefni. Greindu þau í persónu og tölu. Meira um sagnorð Sagnorð geta verið persónuleg og ópersónuleg. Hefurðu heyrt um þágufallssýki? Hvernig lýsir hún sér? Er hún ólæknandi? Er hægt að fá lyf við henni? Persónulegar sagnir breytast eftir því til hvaða persónu þær vísa. et. ft. 1.p Ég hlakka til. Við hlökkum til. 2.p Þú hlakkar til. Þið hlakkið til. 3.p Hún hlakkar til. Þær hlakka til. Ópersónulegar sagnir breytast ekki þótt breytt sé um persónu og þær eru alltaf sagðar standa í 3. persónu eintölu. 1.p Mig langar. Mér þykir. Okkur langar. Okkur þykir. 2.p Þig langar. Þér þykir. Ykkur langar. Ykkur þykir. 3.p Hann langar. Honum þykir. Þá langar. Þeim þykir. Sterkar sagnir eru flóknari og sjaldgæfari en veikar sagnir. Ung börn læra mjög fljótt regluna um beygingu veikra sagna (en vita auðvitað ekki hvað hún heitir) og yfirfæra hana á sterkar sagnir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=