Kveikjur

91 Nú skaltu breyta textanum hér fyrir neðan í þátíð. Gættu þín vel, það eru nokkur varasöm sagnorð í honum. Mundu að hugsa þig alltaf um áður en þú skrifar sagnorðin og byrja á að finna stofninn. Finndu líka hvernig blæbrigði textans breytast þegar tíðin breytist. Embla er ekki almennilega með hugann við skákina, enda teflir hún í fjórða skipti við afa sinn þennan sama dag. Afi hefur þann háttinn á að hann kennir henni fyrst mannganginn og tengir svo saman ýmsar fléttur, skákbyrjanir og bolabrögð sem hann beitir svo á Emblu, án nokkurrar miskunnar. Enda er afi skákmeistari af lífi og sál; ekki einhver sem hengir haus og ygglir brúnum þegar í harðbakkann slær og andstæðingurinn leikur hyggilega. Embla lygnir aftur augunum og lætur hugann reika að skólanum og önninni framundan. Hún hugsar um það hvernig allt hangir á sömu spýtunni; hvernig námsframvindan byggir á því að hún vinni jafnt og þétt án þess að gefast upp. Orðamyndun Mörg sagnorð og nafnorð eru náskyld enda búin til hvert úr öðru – á báða bóga. Sjáðu þessi dæmi hér: Að lesa (so.) ➞ lestur og læsi (no.) ljós (no.) ➞ lýsa (so.) Að spila (so.) ➞ spil (no.) sorg (no.) ➞ syrgja (so.) Finndu eða búðu til sagnorð eða lýsingarorð sem eru skyld nafnorðunum hér og semdu nýja merkingu fyrir þau. Dæmi: kaffi – að kaffa yfir sig (að drekka of mikið kaffi) – að vera mjög kaffaður (að hafa drukkið mjög mikið af kaffi) hor – að vera mjög horaður (að vera kvefaður) – að horast (að kvefast) fjall slím mjólk ást foss valhopp 8. 9.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=