Sagnorð „Einu sinni var karl og kerling í koti. Þau áttu þrjár dætur, sem hétu Ása, Signý og Helga.“ Tókstu eftir því að ævintýrið um Ásu, Signýju og Helgu er skrifað í þátíð? Helsta einkenni sagnorða er einmitt tíðbeyging – þau beygjast í nútíð og þátíð. Nú þegar kanntu muninn á nútíð og þátíð; á því sem gerist í dag og því sem gerðist í gær. Hins vegar er gott að rifja upp hvernig skrifa á sagnorð í þátíð en sum þeirra geta verið ansi snúin og okkur hættir til að víxla eða fella niður stafi. Einföld regla er að finna stofn sagnorða en hann finnur þú með því að finna nafnháttinn og draga frá honum endinguna. Nafnháttur er orðabókarmynd sagnarinnar. Fyrir framan sögn í nafnhætti má oft setja nafnháttarmerkið að. Dæmi: að lesa. Algengar endingar eru -a og -ja: Nafnháttur stofn Nafnháttur stofn að sofa sof að byggja bygg að rigna rign að tyggja tygg Við segjum: Það „rindi“ í gær. En af hverju skrifum við þá: Það „ rigndi“ í gær? Stofn sagnorða hjálpar þér: • að raða stöfum í rétta röð þegar framburðurinn er ruglandi: Við segjum í raun: Skipstjórinn sildi skipinu í strand. En sögnin er að sigla. Þess vegna er stofninn sigl. Og því skrifum við sigldi og sigldum. • að skrifa réttan fjölda stafa þegar framburðurinn gefur ekki skýrar vísbendingar: Sögnin er að skemma. Þess vegna er stofninn skemm. Og þess vegna skrifum við skemmdi og skemmdum. • að búa til samsett orð og nýyrði Skoðaðu orðið skemmtidagskrá. Það er sett saman úr sögninni að skemmta og dagskrá. Þess vegna er stofninn skemmt. Og þess vegna skrifum við skemmtidagskrá. 90
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=