Kveikjur

Málfræðimoli um sagnorð Sagnorð eða sagnir segja frá því sem gerist eða gerðist. Þær eru kjarni hverrar setningar og hafa oft úrslitaáhrif um merkingu og skilning okkar á henni. Sagnorð eru auðvitað algerlega ómissandi hluti af tungumálinu – en það gildir svo sem um alla aðra orðflokka! Sumar setningar geta meira að segja aðeins innihaldið eitt orð, eitt sagnorð: „Komdu!“ „Farðu!“ Anna: „Hva! Af hverju ertu að stara á mig?“ Bára: „Ég er bara … ég rétt leit á þig og …“ Anna: „Já – hvað ertu að glápa á mig? Af hverju stendurðu þarna og gónir á mig eins og ég veit ekki hvað? Það er dónaskapur að mæla fólk út! Mæna á það! Hvað er að þér?“ Bára: „Ég var bara að horfa á nýju gleraugun þín, finnst þau svo flott.“ 89

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=