88 Sagnaminni Minnti þetta ævintýri þig á önnur ævintýri, sögur eða kvikmyndir? Hugsaðu t.d. um kvikmyndir sem þú hefur séð nýlega. Rifjaðu upp nokkrar sem byggja á svipuðum hugmyndum (barátta góðs og ills, verkefni, þrautir, heiður, veraldlegt ríkidæmi, félagslegt ríkidæmi eða andlegt ríkidæmi). Ræðið í litlum hópum. Ef ævintýrið um Ásu, Signýju og Helgu gerðist á Akureyri eftir hundrað ár, hvaða þrjár þrautir myndi álfkonan leggja fyrir þær systur? Systurnar Ása og Signý geta ekki farið út fyrir hússins dyr eftir að eiturnöðrurnar bitu þær í nefið og afskræmdu andlit þeirra. Þær þrá ekkert heitar en að öðlast sitt fyrra líf aftur. Í reiði sinni ákveða þær að senda kvörtunar- bréf til álfkonunnar. Hvernig skyldi það vera? Skrifaðu bréfið í þeirra nafni. Að skrifa formlegt bréf Staður (í þgf.), dagsetning Ávarp Stutt kynning á erindi. Meginmál – erindið útskýrt vel og vandlega. Bréflok – orðum aftur beint að viðtakanda, hugsanlegar lausnir kynntar. Kveðja Undirskrift Vísun er þegar höfundur notar þekkt atriði eða setningar úr öðrum verkum eða samfélagslegar staðreyndir og ætlast til að lesandinn þekki þær og skilji. Sá sem segir: „Já sæll! Eigum við að ræða það eitthvað“ er t.d. dæmis að vísa í sjónvarpsþættina Næturvaktina. En hvert er sá að vísa sem segir: „Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn?“ Hvað með: „Emil … strákskratti!“ Eða þá sem segir: „Ég er svo þreytt að ég gæti sofið í heila öld!“ 5. 7. 6.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=