84 Fréttist þetta víða, og urðu margir til að leita ráðahags við þær, en þær voru vandlátar í vali og hryggbrutu marga. Að síðustu tóku þær tveimur ríkismannasonum, og stóðu nú ósköp til fyrir þeim. Eftir að hafa eignast fallegu kistlana sína verða þær systur mjög hrokafullar og hryggbrjóta marga menn – enda kemur fram í upphafi ævintýrisins að þeim þyki það skemmtileg íþrótt … Það er af Helgu að segja, að hún var alltaf látin vera sama olnbogabarnið, og auk þess voru systur hennar að gabba hana og stríða henni á því, að ekki ætti hún neinn kistilinn og aldrei mundi nokkur ærlegur maður verða svo heimskur að biðja hennar. Helga bar þetta með mestu þolinmæði og ansaði því engu orði. Svo var það einn dag, að hún var að sækja vatn í brunninn. Þegar hún laut niður eftir brunnfötunni, sá hún allt í einu í vatninu hina sömu ásjónu og systur hennar höfðu séð áður. Helga horfði með aðdáun á hana drykklanga stund, en þá var sagt að baki hennar: „Langar þig ekki til að vera svona fríð?“ Helga leit við og sá þá, að hjá henni stóð hin tígulega kona, sem farið hafði með systur hennar í hólinn. „Því ekki það?“ svaraði Helga. „En mér er nú varla ætlað svo gott,“ bætti hún við og leit niður fyrir sig. Helga vill í sjálfu sér verða fríð, en það er henni ekki eins mikið hjartans mál og systrum hennar (þær segjast vilja allt til þess vinna). Helga er því sáttari í eigin skinni og hógvær gagnvart væntingum til lífsins. Eða kannski trúir hún því einfaldlega ekki að henni geti áskotnast eitthvað svona gott? Kannski hefur hún alla ævi fengið önnur skilaboð og því þurft að gera sér að góðu það sem hún hefur? Hvað heldur þú? Konan bauð henni að fara með sér til híbýla sinna, og þá Helga boðið. Gengu þær nú, þar til þær komu í hólinn, og þótti Helgu þar fagurt um að litast. Konan bað hana að ljúka við vefinn og fella hann af. Tók Helga þegar til starfa, gekk verkið greiðlega og vel, svo að hún hafði lokið því á stuttri stundu. „Vel fórst þér verkið,“ mælti konan vinsamlega, „og mun svo fleira eftir fara, ef ég get rétt til. Nú langar mig til að biðja þig að mjólka kýrnar mínar, og ef einhver kvikindi koma, sem vilja lepja froðuna af fötunni, þá þætti mér vænt um, að þú amaðist ekki við því.“ Helga lofaði því og fór svo í fjósið. Þegar hún hafði lokið við að mjólka kýrnar og sett fötuna á fjósstéttina, kom stór og úfinn fressköttur og margar mýs og rottur. Settist þetta hyski að fötunni og fór að lepja froðuna, en Helga lét sér það vel líka, strauk kettinum og lék við mýsnar og rotturnar. Létu kvikindin vel að henni og hlupu ánægð í burtu, þegar þau höfðu lapið nægju sína. Síðan skilaði Helga konunni fötunni og sagði henni, hversu farið hafði. „Vel gerðir þú,“ sagði konan, „og ekki skulu verk þín vera vanlaunuð af minni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=