Kveikjur

p Ímyndið ykkur að þessi mynd sé af Elíasi. Búið til sögu í kringum myndina og segið bekknum þessa sögu í sameiningu. Notið leikræna tjáningu til að auka áhrif sögunnar. p Hvað er fyrir utan rammann? Lýsið sögusviðinu sem ekki sést á myndinni. Ef myndin yrði stækkuð á alla kanta hvað sæist þá sem ekki sést núna? Notið ímyndunaraflið vel! Bakfall Myndið hópa og vinnið eftirfarandi verkefni um þessa mynd: 79 get beitt þremur ólíkum aðferðum við að lýsa persónu. veit hvað samlíkingar eru og kann nokkrar. þekki muninn á beinum og óbeinum persónulýsingum og get beitt þeim í tali og ritun. veit hvað átt er við með gildishlöðnum orðum. kann að stigbreyta mörg lýsingarorð og skil merkingarmun miðstigs og efsta stigs. átta mig á hlutverki atviksorða í tungumálinu. veit hvenær á að nota stóran staf í viðurnefnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=