Kveikjur

Maður ætti aldrei að láta segja sér nokkurn skapaðan hlut án þess að velta honum fyrir sér. Bókmenntatexti er stórmerkilegt fyrirbæri vegna þess að hann hefur gjarnan það hlutverk að plata lesandann og leika sér að honum. Lesandinn veit, þegar hann tekur upp skáldsögu eða smásögu, að hann er að fara að lesa plat; kannski gerir hann í huganum samning um að láta plata sig og ganga inn í ímyndaðan heim höfundarins. Lestur á bókmenntatexta, hvort sem er ljóði, smásögu eða skáldsögu, liggur í mörgum lögum þar sem sumt í honum er augljóst en annað falið. Þótt bókmenntatextinn í þessum kafla um Elías sé brotinn upp og bent á alls kyns bellibrögð höfundar er ekki þar með sagt að þú eigir alltaf að lesa eins og rannsóknarvél þegar þú lest þér til ánægju. En það er þroskandi og eflandi að æfa sig í því að koma auga á það hversu mikið getur leynst í þessu einfalda en margslungna fyrirbæri – tungumálinu. Að lokum – þetta um bókmenntabrögð 78 Hvað fannst mér skemmtilegast í þessum kafla? Hvernig lesandi er ég? Þarf ég að bæta mig að einhverju leyti í sambandi við lestur? Finndu hvar þinn áhugi liggur! Heimurinn er fullur af ólíkum bókum og fjölbreyttum sögum og persónum. Finndu þínar og skráðu þær í stílabókina!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=