76 20. „Hann er með stór kringlótt augu, þau allrakringlóttustu sem eru til, og þess vegna getur Simbi orðið meira hissa en allir aðrir.“ Hvernig myndir þú lýsa svipbrigðum barnanna á myndunum hér á síðunni? Hvaða orð eiga við þau? Lýstu þeim eins ítarlega og þú getur. Því næst skaltu skoða hvaða orð þú notaðir, voru það lýsingarorð, atviksorð eða enn annar orðflokkur? Viðurnefni Simbi snari, Magga móða og Elías öryrki. Hver er munurinn á viðurnefni, gælunafni og uppnefni? Þekkir þú viðurnefni? Er einhver í fjölskyldunni þinni með viðurnefni – kannski þú? Viðurnefni er stutt lýsing eða vísbending um hæfileika, útlit eða skapgerð: Ljúfa–Lilja Skúli skytta Hörður bassi Tinna tungulipra Gamla–Sigga Jón sprettur 21. Ákveðnar reglur gilda um ritun viðurnefna. Skoðaðu dæmin um viðurnefni hér að ofan. Áttar þú þig á reglunni? Skrifaðu hana upp eins og þú værir að gera leiðbeiningar fyrir kennslubók.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=