74 Málfræðimoli um atviksorð Atviksorð eru lýsandi orð og þar með skyld lýsingarorðum. En að öðru leyti eru þessir tveir orðflokkar mjög ólíkir – atviksorð eru óbeygjanleg (þau fallbeygjast ekki, tíðbeygjast ekki og aðeins nokkur þeirra stigbreytast). Atviksorð hafa þannig svipaða virkni og lýsingarorð – en þau eru t.d. notuð til að auðvelda okkur að lýsa því sem við gerum og hvar við erum. Atviksorð lýsa t.d.: • hvernig við gerum eitthvað (vel, illa) • hvert við förum (inn, upp, þangað) • hvar við erum (hér, úti, þar, heima), • hvenær við gerum eitthvað (oft, aldrei, núna) Atviksorð eru notuð til áherslu (frekar, mjög, sérlega) Virkar þetta? En þetta? Gunnar: „Þú stóðst þig!“ Gunnar: „Þú stóðst þig mjög vel!“ Dagný: „Ha?! Stóð mig?“ Dagný: „Ha? Stóð ég mig vel?“ Gunnar: „Já, þú stóðst þig!!!“ Gunnar: „Já, þú stóðst þig frábærlega!“ Hvað eru þau að tala um? En hér? Andrés: „Er pabbi?“ Andrés: „Hvar er pabbi?“ Sóley: „!“ Sóley: „Heima!“ Andrés: „Kemur hann?“ Andrés: „Hvenær kemur hann?“ Sóley: „.“ Sóley: „Ekki strax.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=