Kveikjur

70 9. Sum orðanna hér að neðan eru jákvæð, önnur neikvæð og enn önnur jafnvel mitt á milli. Flokkaðu þau saman eftir merkingu (þrjú orð saman) og raðaðu þeim frá því jákvæða til hins neikvæða eftir því sem hægt er. Dæmi: Kaggi – bíll – drusla. Fótur – löpp – býfa. sparsamur gin hungraður vol hjallur stara fés forvitinn latur fróðleiksfús fákur rýr hús nískupúki svangur horuð kjaftur andlit hægur hrín gæðingur kofi horfa ásjóna munnur grátur soltinn hnýsinn nirfill góna grönn framtakslaus bikkja Orð hafa ólíkt vægi í hugum okkar, alveg eins og öll hugtök eða yfirflokkar gera. Takið sem dæmi orðið fugl. Hvaða fuglategund dettur þér fyrst í hug? Er hún sú sem þér finnst vera hvað dæmigerðastur fyrir fugla? En hvaða fugl er minnst dæmigerður? Þegar málið er skoðað kemur í ljós að sumir fuglar eru jafnari en aðrir! 10. Vinnið saman í pörum og finnið eins mörg samheiti yfir orðin og þið getið. Raðið þeim svo í röð, frá hinu jákvæðasta til hins nei- kvæðasta. stelpa strákur hundur skóli læra tónlist ganga tala kaggi kerra drusla jálkur snáði telpa þéttur gaula gaur tuðra rakki skvísa hallærislegur freta skemmtileg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=