Kveikjur

69 6. „Ó, þetta unga fólk!“ Hvaða gildishlöðnu orð dettur þér í hug sem notuð eru um unglinga? Finndu bæði jákvæð og neikvæð orð. Skoðaðu líka gildishlaðin orð yfir stelpur og stráka. Hverju lýsa þau helst? Útliti, skapgerð, hæfileikum? 7. Endurskrifaðu textann í fréttinni hér fyrir neðan og í stað gildishlöðnu orðanna skaltu setja eins hlutlaus orð og þú getur. Hvaða áhrif hefur það á textann? 8. Orðin hér hafa ýmist jákvæða eða neikvæða merkingu. Finndu andheiti þeirra. hávær iðinn vantrúuð sjónvarp glaður dimm Mundu eftir orðabók! hávaxin andstæðingur töffari níska Patrekur: Svekktur yfir tapi en töluvert ánægður „Ég var brjálaður eftir leikinn við HK en strákarnir mínir fá hrós fyrir vilja og baráttu í þessum leik,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 25:22 tap fyrir FH að Hlíðarenda í kvöld þegar 2. umferð efstu deildar karla í handbolta fór fram en Valsmenn fóru á kostum fyrir hlé. „Eins og alltaf þegar maður nær ekki að vinna er maður ferlega svekktur en ég er töluvert ánægður með mitt lið, miðað við HK-leikinn í fyrstu umferð því liðsheildin var frábær og við spiluðum frábæran handbolta í fyrri hálfleik með fjölbreyttum sóknarleik þar sem boltinn gekk mjög vel“. „Ég sá hvað mínum mönnum leið vel inni á vellinum en í seinni hálfleik fer FH að verjast með Daníel frábæran í markinu enda kæmi mér ekki óvart ef hann færi að komast í landsliðið og spila þar einhverja rullu. Við áttum í vandræðum með hann og þegar við klikkuðum á víti var eins og menn misstu haus. Það er svo sem eðlilegt eftir að missa fimm menn úr byrjunarliðinu í fyrra og hafa tvisvar verið einu sæti frá falli að það komi dýfur en liðsheildin er góð og hægt að byggja á henni.“ Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=