Kveikjur

68 Eitt af því sem gerir tungumálið lifandi og skemmtilegt eru ýmsir orðaleikir. Sumir þeirra eru okkur svo eðlilegir og sjálfsagðir að við tökum ekki einu sinni eftir því að við notum þá. Samlíkingar – þegar við líkjum einum hlut við annan – er einn þessara orðaleikja sem við notum daglega og án nokkurrar fyrirhafnar: Pétur langaði ekki að stinga sér út í ískalda sundlaugina. Stefanía er ljúf sem lamb. 5. Búðu til eins mörg líkingarorð og þú getur úr þessum orðum: heit, svartur, föl, himinn, grjót, snjór, rauður, hlý. Gildishlaðin orð Gildishlaðin orð geta haft mismunandi merkingu eftir því hver notar þau og um hvað – þau eru háð persónulegum skoðunum. „Ég heiti Elías og ég hélt að ég væri venjulegur drengur.“ Elías hélt að hann væri venjulegur drengur. En hvað er að vera venjulegur? Það sem einum þykir venjulegt gæti öðrum þótt mjög óvenjulegt. Kaggi eða drusla? Sætur eða ljótur? Gildishlaðin orð geta verið ýmist jákvæð eða neikvæð og geta haft mikil áhrif. Er alltaf við hæfi að nota gildishlaðin orð? Við hvaða aðstæður þykir sjálfsagt að nota gildishlaðin orð? Hvenær ekki? Hvernig þætti þér að sjá þessi skilaboð á skólanum þínum? TIL UNGLINGA Í ÞESSUM SKÓLA (UNGLINGA Á ÖLLUM ALDRI!) Við erum orðin langþreytt á umgengni á göngum skólans og erum hjartanlega sammála um að aðeins sérlega illa uppalið hyski kunni engan veginn að þurrka af skítugum skónum sínum þegar inn í hús er komið. Við krefjumst þess að þessi ólíðandi hegðun hætti STRAX!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=